Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 40
Tímarit Máls og menningar Myndir héngu á veggjum, furðulegar myndir og dýrlegar - ég man að ein var af blómum í krukku - þegar ég kom að henni sá ég ekkert nema lita- klessur, en þegar ég færði mig fjær hefði mátt telja mér trú um að blómin hefðu verið tínd á enginu í gær. Mér varð undarlegt innanbrjósts við að horfa á þessa mynd - og eins á fuglsmynd úr hörðum leir sem stóð á borði og minnti svo mjög á vora eigin fugla. A öllum veggjum voru bækur og ritningar, margar á tungumálum sem ég kunni engin skil á. Guðinn sem hér átti heima hefur verið fróður guð og fullur visku. Ég sóttist líka eftir þekkingu, svo að ég hlaut að mega koma hingað. Eigi að síður var þarna annarlegt um að litast. Þar var klefi til þvotta en ekkert vatn - vera má að guðirnir hafi laugað sig í lofti. Annað her- bergi var til eldunar, en enginn eldiviðurinn, og þótt vél væri þarna til að sjóða mat, sáust þess engin merki að hægt væri að kveikja upp í henni. Kerti eða lampa var hvergi að finna — að vísu sá ég hluti sem líktust lömpum en hvorki var í þeim olía né kveikur. Allt voru þetta töfragripir, en ég snerti á þeim og beið eigi bana — töfrar þeirra voru á bak og burt. Ég get nefnt dæmi til sannindamerkis. I þvottaklefanum var hlutur merkt- ur „Heitt“, en hann var eigi heitur viðkomu - annar var merktur „Kalt“, en var þó eigi kaldur. Þetta hafa vissulega verið máttugir töfrar, en töfr- arnir voru horfnir. Mér er þetta óskiljanlegt — þeir höfðu sína siði — ég vildi ég vissi meira. Það var mollulegt, þurrt og rykugt í guðahúsinu þeirra. Eins og ég sagði áðan voru töfrarnir á bak og burt, en réttara væri þó að orða það svo, að þeir voru horfnir úr gripunum, en eigi úr húsinu. Ég fann til nærveru andanna sem lagðist á mig eins og mara. Aldrei fyrr hafði ég dvalist nætur- langt í dauðareit en nú varð það eigi umflúið. Þegar ég hugsaði til þess loddi tungan þurr við góminn, þrátt fyrir löngun mína í þekkingu. Minnstu munaði, að ég færi niður aftur í flasið á hundunum, en ég stillti mig. Ég átti sum herbergin eftir þegar myrkrið skall á, svo að ég fór aftur inn í stofuna, þaðan sem sá yfir borgina, og tendraði eld. Þarna var eld- stæði og brenni í kassa — þó býst ég varla við að þeir hafi soðið matinn sinn þar. Ég vafði um mig gólfábreiðu og sofnaði fyrir framan eldinn — ég var úrvinda. Næst er að segja frá geysimáttugum töfrum. Ég vaknaði um miðja nótt. Eldurinn hafði slokknað og mér var kalt. Mér þótti sem ég heyrði hvísl- andi raddir allt um kring. Ég lokaði augunum til þess að losna við þær. Sumir munu ætla að ég hafi sofnað afmr, en ég held ég hafi vakað. Ég 286
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.