Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 41
I Babýlon við vötnin ströng fann hvernig andarnir drógu anda minn út úr líkamanum eins og fisk á færi. Hví skyldi ég skrökva þessu? Ég er presmr og sonur prests. Það er mál manna að andar séu á sveimi í litlu dauðareitunum skammt frá heim- kynnum vorum, og hvað myndi þá um hinn mikla bústað guðanna? Skyldi vofum hans eigi vera mál á að láta til sín heyra eftir mörg og löng ár? Ég veit það eitt, að ég fann mig dreginn eins og fisk á færi. Ég hafði stigið út úr líkamanum — ég sá líkama minn í fastasvefni fyrir framan kulnaðan eldinn, en samt var það einhver annar en ég sem lá þar. Ég var dreginn út að glugganum til þess að horfa á borg guðanna. Að rétm lagi hefði átt að vera myrkt af nótt, en úti var bjart. Hvar- vetna skinu ljós - raðir ljósa - hringar og flekkir ljósa - tíu þúsund kyndl- ar hefðu naumast borið þvílíka birm. Jafnvel loftið var sem ljóshaf - stjörnurnar urðu fölar í þessum himinbjarma. „Þetta eru mátmgir töfrar,“ hugsaði ég með mér og um mig fór titringur. Að eyrum mér barst þungur dynur, líkt og þegar foss brýst um í gljúfrum. Smám saman vöndust augu mín Ijósinu og eyrun hljóðinu. Mér var Ijóst að ég sá borgina eins og hún hafði verið meðan guðirnir lifðu. Tarna var sjón að sjá — já sannkölluð undur og stórmerki. Ég hefði aldrei megnað að sjá þetta í holdinu — líkami minn hefði dáið. Alstaðar voru guðir á ferð, fótgangandi eða í skrautvögnum — guðirnir voru ótelj- andi og vagnar þeirra troðfyllm strætin. Þeir höfðu breytt nótt í dag sér til unaðar — þeir gengu eigi til hvíldar með sólinni. Þysinn af ferðum þeirra var sem niður vatna. Það sem þeir gám gert voru töfrar — það sem þeir gerðu voru töfrar. Ég leit út um annan glugga — brotnu brýrnar voru heilar orðnar og guða- vegirnir lágu til austurs og vesmrs. Iðandi og kvikandi voru guðirnir og námu hvergi staðar! Þeir grófu göng undir árnar og flugu um loftið. Með aðstoð furðulegustu tóla urðu afköst þeirra tröllaukin - 'enginn bletmr á jarðríki var óhultur fyrir þeim; ef þeir girnmst eitthvað frá enda veraldar, kölluðu þeir það til sín. Og ævinlega, hvort sem þeir strimðu eða hvíldust, sátu að veislu eða lágu í faðmlögum, kváðu æðaslög stórborgarinnar við í eyrum þeirra - þrotlaust, þrotlaust eins og sláttur í mannshjarta. Voru þeir hamingjusamir? Hvað er guðum hamingja? Þeir voru miklir, þeir voru voldugir, þeir voru dásamlegir og ægilegir. Meðan ég virti þá og töfra þeirra fyrir mér, fannst mér ég lítill eins og barn — næsta skref þeirra, gat ég ímyndað mér, yrði að draga tunglið niður af himninum. Ég 287
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.