Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 46
Jan Kott:
Shakespeare á meðal vor-
Títanía og asnahausinn
Þá lát þau halda heim til Aþenu
og ekki muna neitt um þessa nótt
nema sem glettni á draumsins refilstigum.
(Draumur á Jánsmessunótt, IV, 1)
I
Langt er síðan málfræðingum varð ljóst, að Bokki er af djöfullegum rótum
runninn. Bokki (Puck) var blátt áfram eitt af nöfnum Kölska. Hann var
ákallaður með því nafni, ásamt tröllum og mörum, til að hræða konur og
börn. Þeir sem fást við að skýra verk Shakespeares hafa einnig fyrir löngu
bent á það sem líkt er með Bokka og Aríel, samskonar atvik, jafnvel línur
í orðræðum. Bokki og Aríel leiða ferðamenn afvega, breyta sjálfum sér
í hrævarelda á fenjum úti:
og göngumenn á næturferðum villir
og hlærð svo dátt. (11,1)
í þjóðtrú hefur þetta löngum verið eftirlætis-iðja púkanna. Þeir Bokki og
Aríel hafa báðir helgað sig þeim starfa með glöðu geði. Aríel breytir sér
í fyrirburð, eða norn; það er hann sem bítur Kalíban, stingur hann og
nístir svo hann þolir ekki við. George Lamming segir: „Aríel er frétta-
tilberi Prosperós, dæmigerður erki-njósnari, fullkomin, ægileg leynilög-
regla holdi klædd, þegar hann klæðist holdi á annað borð.“
Shakespeare leiðir slíkar ófreskjur á svið í aðeins tveimur leikritum:
Draurrú á Jónsmessunótt og Ofviðrinu. Draumurinn er gleðileikur; Of-
viðrið var einnig um langt skeið talið til gleðileikja. Draumurinn er fyrir-
boði Ofviðrisins, þó saminn sé í annarri tóntegund. Á sama hátt virðist
Sem yður þóknast vera fyrirboði Lés konungs. Stundum má svo þykja sem
Shakespeare hafi í raun og veru samið þrjú eða fjögur leikrit og sí og æ
292