Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 53
Títanía og asnabausinn En nú er hver salur auður. Sá glæsti herramaður, sem er klæddur eins og norrænn Oberon, er horfinn brott ásamt flokki ungra pilta í grófum leðurjökkum með loðhúfur og hjartarhorn. Þeir ætla að bæta á sig drykk í einhverri kránni á bakkanum handan Tempsár. Piltarnir og stúlkurnar í grísku kyrtlunum fóru reyndar fyrr. Títanía var sú sem síðust fór; eyrna- hringarnir hennar, úr fölrauðum perlum á stærð við ertur, vöktu almenna aðdáun. Varðmenn vopnaðir bryntröllum eru farnir, öll blys brunnin út. Arla morguns gengur gestgjafinn út í garð, hress eftir skamman svefn. I mjúku grasinu liggja elskendur enn sofandi í faðmlögum: Góðan dag, vinir! Valentínusmessa er liðin! Eru skógar-fuglar fyrst að parast nú? Herrnía varð fyrst á fætur, þótt hún hefði lagzt síðust til svefns. Fyrir henni var þessi nótt algert brjálæði. Tvívegis hafði hún skipt um elskhuga. Hún er þreytt og getur naumast á fótunum staðið. Svo voluð aldrei var ég fyrr né þreytt, vot af dögg, þyrnum stungin! hvorki get ég áfram skriðið hægt né haldið greitt; (III,2) Hún blygðast sín. Hún er ekki alveg búin að átta sig á því enn, að það sé kominn dagur. Hún er ennþá að nokkru á valdi næturinnar. Hún hefur drukkið of mikið. Mér finnst ég sjá það allt með klofnum augum, allt er sem tvöfalt. (IV, 1) Allt það atriði, þegar elskendurnir vakna um morguninn, er þrungið af þeim hrjúfa og beiska skáldskap, sem sérhver stíluð leiksýning hlýtur að afmá og að engu gera. III Líkingamál ástar, girndar og kynlífs tekur verulegum breytingum í Draumi á Jónsmessunótt. Það er allsendis hefðbundið í upphafi: sverð og sár; rós og regn; bogi Amors og gullin ör. Tvenns konar myndum slær saman í eintali Helenu, þar sem fram kemur tákna-kerfi fyrsta atriðis í fyrsta þætti. Eintalið er ofan við hennar vitsmuna-stig og skákar henni um 299
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.