Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 57
Títanía og asnahausinn
þessari sumarnætur-martröð táknar asninn ekki heimsku. Allt frá forn-
öld til nýjunar var asnanum eignuð gífurleg kynorka, og hann var talinn
sá af ferfætlingunum sem hefði lengstan og harðastan skökul.
Ég hugsa mér Títaníu sem háa stúlku, beinvaxna og fríða með langa
arma og fótleggi, svipaða þeim ljóshærðu Norðurlanda-stúlkum sem ég
sá oft á Rue de la Harpe eða Rue Huchette, þar sem þær voru á gangi
og héngu utan í svertingjum með grá andlit eða svo svört að þau urðu
naumast greind frá náttmyrkrinu.
O, vizka þín og fegurð fara saman. (III,1)
Viðskipti þeirra Títaníu og Spóla, sem ummyndazt hefur í asna, eru oft
leikin til hláturs í leikhúsum. En ef hægt er að hafa gaman af þessu atriði,
þá held ég það sé ensk gamansemi, „svarta-gaman“, glepsandi af grimmd,
eins og oft verður í verkum Swifts.
Títanía, grönn, fínleg og ljóðræn, þráir skepnu-ástir. Bokki og Oberon
tala um Spóla í álögunum eins og skrímsl. Og Títanía, svo viðkvæm og
indæl sem hún er, hún dregur skrímslið með sér í bólið, næstum með
valdi. Þetta er sá elskhugi sem hún þráði og hana dreymdi um; hún hafði
bara aldrei viljað viðurkenna það, jafnvel ekki fyrir sjálfri sér. Svefninn
leysir af henni hömlurnar. Og asna-skrímslinu er nauðgað af Títaníu hinni
ljóðelsku, sem heldur áfram að gaspra um blóm:
Títanía. . . .
Nú hnígur mánagyðju tár um kinn;
og ef hún grætur, gráta blómin öll,
því glataðan veit einhver hreinleik sinn.
Farið í þögn, svo þagni vinur minn. (III, 1)
Títanía er sú af persónum leiksins, sem til mestrar fullnustu vistar sig
á hinu dimma sviði kynlífsins, þar sem ekkert er framar fagurt né Ijótt;
þar er einungis girnd og taumleysi. I táknmáli fyrsta atriðis í Draumnum
hefur Helena þegar vikið að því sem verða mun:
. . . ástin umsnýr verstu lygð
og einskis verðri smæð í háa dygð.
Ástar-atriði Títaníu og asnans hljóta að virðast í senn raunsönn og óraun-
veruleg, hrífandi og ógeðug. Þau vekja aðdáun og andúð, ógn og við-
bjóð. Þau eiga að þykja samtímis kynleg og skelfileg.
303