Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 57
Títanía og asnahausinn þessari sumarnætur-martröð táknar asninn ekki heimsku. Allt frá forn- öld til nýjunar var asnanum eignuð gífurleg kynorka, og hann var talinn sá af ferfætlingunum sem hefði lengstan og harðastan skökul. Ég hugsa mér Títaníu sem háa stúlku, beinvaxna og fríða með langa arma og fótleggi, svipaða þeim ljóshærðu Norðurlanda-stúlkum sem ég sá oft á Rue de la Harpe eða Rue Huchette, þar sem þær voru á gangi og héngu utan í svertingjum með grá andlit eða svo svört að þau urðu naumast greind frá náttmyrkrinu. O, vizka þín og fegurð fara saman. (III,1) Viðskipti þeirra Títaníu og Spóla, sem ummyndazt hefur í asna, eru oft leikin til hláturs í leikhúsum. En ef hægt er að hafa gaman af þessu atriði, þá held ég það sé ensk gamansemi, „svarta-gaman“, glepsandi af grimmd, eins og oft verður í verkum Swifts. Títanía, grönn, fínleg og ljóðræn, þráir skepnu-ástir. Bokki og Oberon tala um Spóla í álögunum eins og skrímsl. Og Títanía, svo viðkvæm og indæl sem hún er, hún dregur skrímslið með sér í bólið, næstum með valdi. Þetta er sá elskhugi sem hún þráði og hana dreymdi um; hún hafði bara aldrei viljað viðurkenna það, jafnvel ekki fyrir sjálfri sér. Svefninn leysir af henni hömlurnar. Og asna-skrímslinu er nauðgað af Títaníu hinni ljóðelsku, sem heldur áfram að gaspra um blóm: Títanía. . . . Nú hnígur mánagyðju tár um kinn; og ef hún grætur, gráta blómin öll, því glataðan veit einhver hreinleik sinn. Farið í þögn, svo þagni vinur minn. (III, 1) Títanía er sú af persónum leiksins, sem til mestrar fullnustu vistar sig á hinu dimma sviði kynlífsins, þar sem ekkert er framar fagurt né Ijótt; þar er einungis girnd og taumleysi. I táknmáli fyrsta atriðis í Draumnum hefur Helena þegar vikið að því sem verða mun: . . . ástin umsnýr verstu lygð og einskis verðri smæð í háa dygð. Ástar-atriði Títaníu og asnans hljóta að virðast í senn raunsönn og óraun- veruleg, hrífandi og ógeðug. Þau vekja aðdáun og andúð, ógn og við- bjóð. Þau eiga að þykja samtímis kynleg og skelfileg. 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.