Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 58
Tímarit Aláls og menningar Seztu hjá mér í mjúka blómalaut meðan ég strýk um þína fögru kinn og flétta kringum kollinn rósaskraut og kyssi á eyrun stóru, vinur minn. (IV,1) Chagall hefur málað mynd af Títaníu í gælum við asnann. A þeirri mynd er asninn dapur, hvímr og ástúðlegur. Þegar Títanía Shakespeares lætur vel að skrímslinu með asnahausinn, held ég hún ætti að vera nær ófreskj- um Bosch og grýlu-myndum súrrealistanna. Eg held líka, að nútíma-leik- hús, sem búið er að kynnast fjarstæðu-skáldskap, hugsmíðum súrrealista, og klúrum skáldverkum Genets, geti sýnt þetta atriði með sanni í fyrsta sinn. Val hugsæis-mynda skiptir hér meginmáli. Af málurum allra tíma er Goya ef til vill sá eini, sem lagt hefur leið hugans um hinar dimmu lendur skepnuskaparins, jafnvel lengra en Shakespeare komst. Þar á ég við Grillur (Caprichos). IV. Allir karlmenn eru þar ljótir, líkir músum eða kanínum, dverghjassar eða hjólkryppi. Þeir snuðra þefandi í kringum hávaxnar stúlkur með svört sjöl laus um herðar; kjólarnir þeirra eru háir í mittið, en þeir eru síðir og taka niður á ökla. Smndum lyfta stelpurnar kjólunum til og laga sokka eða sokkaband; en jafnvel í svo ósiðlegum stellingum eru þær allsendis fjarhuga. Að jafnaði sitja þær keikar á háum stólum með sjálfumnæga fyrirlitningu í svip. Það er eins og þær séu að halda sýningu á sér og sínu ágæti; þær festa böndin á svörtu sokkunum sínum, skjóta út rassinum og þenja fram hvelfd brjóstin undan aðskornum bolum. Vanskapaðir karlmenn, ákaflega nasvíðir, eru að snusa kringum fótleggina og bakhlutann á þeim. Skækjur í svörtum stuttkápum með fagurlega greitt hár, stungið kömbum úr skjaldböku-skel, sitja þarna djúpt hugsi og horfa stórlátar beint fram yfir svarta blævængi. A hlið við þær sitja eða ganga gamlar konur með sams konar svört sjöl og skelplöm-kamba. Þessar gömlu nornir eru tannlausar, og það er kannski þess vegna, að munnurinn á þeim er galopinn í þöglu glotti. Skækjurnar og nornirnar bera ótvíræðan svip hvorar af öðrum. Þegar þessar teikningar em skoðaðar vandlega, má sjá, að sú líking er engin tilviljun, heldur hefur Goya af ráðnum hug, og 304
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.