Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 62
Tímarit Mdls og menningar
döpur kroppinbaks-andlit. Enn má sjá með þessum sjalklæddu skækjum
sömu fólsku-glóðina í augunum, sama sora-brosið, vitni, eða öllu heldur
forboða væntanlegrar afmyndunar, svo sem munnurinn opnast og kinn-
arnar tútna.
Asnamir. Heilt stóð af ösnum. Með hvítar nátthúfur, ljótar, enginn
vottur af góðleik, uppbelgdir og þóttafullir. Þeir eru að kenna stafrófið
ungum asna með galopinn kjaft. Heimska þeirra er mennsk, ekki asna-
ættar. Stór asni, nakinn, með loðna hófa, borginmannlegur og sæll, lætur
fara vel um sig í hægu sæti. Loðinn api, eða kannski maður með apahaus,
spilar á mandólín, en tveir þjónar, í felum bak við stólinn, hlæja og
klappa. Snotur asni í óhnepptum frakka og síðum buxum, sem hófar sjást
niður úr, er að lesa bók um asna. Asna-læknir með slétt og góðlegt and-
lit þreifar á slagæð sjúklingsins. Furðulega stór, hvítur asni, rólegur og
skilningsgóður, stendur framan við mikla töflu, sem loðinn api er að teikna
eitthvað á. Þreyttir og álútir bændur bera á herðum sér stóra, hvíta asna,
þunga og viðbjóðslega. En bændurnir eru viðbjóðslegir líka, viðbjóðslegir
og ljótir. Þeir eru jafnvel ljótari en asnarnir sem þeir bera. Hávaxin mella,
með sama svipinn og ævinlega á teikningum Goya, hrokafull og fjarræn,
simr klofvega á svörtum asna með gríðarlegan kjaft. Stelpan er berlæruð,
og stór svartur kambur fesmr í hárið.
Goya, eða skepnu-girnd. Hér er allt loðið, allt er hluti hinnar sömu
næmr. Allt snýst um að kreista, handfjalla, sjúga, stinga. Leðurblökur
eru með kvið og kynfæri karla og kvenna, og stundum slapandi kerlinga-
brjóst. Karldýrin kasta sér á stelpur með útstæða rassa, eða hanga kring-
um gamlar tannlausar nornir með nefið uppétið af sífli. Kvendýrin, með
galopið refslegt gin og loðin kven-kynfæri, fljúga yfir höfðinu á sofandi
unglingi. I öðrum hluta myndaflokksins verður allt jafnvel enn dýrslegra,
loðnara og líkara martröð. Smndum er meira að segja erfitt að nefna þess-
ar hálf-dýrslegu, hálf-mannlegu verur, sem líkjast kötmm, rottum og ref-
um. A síðustu teikningunum verða leðurblökurnar að þráhyggju; þær um-
breyta sér í undirlægjur og áriðla, fljúga með sígapandi gin, eru með
fábjána-höfuð, eða skríða á smáum fótum, grönnum og loðnum.
A fyrri hluta myndanna eru dýrin að jafnaði látin tákna heimsku,
slægð, kraft, eða ólifnað, eins og í dæmisögum frá því á miðöldum eða
fyrst á nýjunartíð. En smám saman verða dýrin með nokkrum hætti óháð
öllu fáorðu táknmáli; þau hætta að tákna menn, og eru ekki annað en
dýrsleg tilbrigði af mannlegu sköpulagi. Goya uppgötvar hið myrka svið,
308