Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar Títanía vaknar og sér bóndadurg með asnahaus við hlið sér. Hún svaf hjá honum um nóttina. En nú er bjart af degi. Hún minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma lagt á hann girndarhug. Hún man ekkert. Hún vill ekki muna neitt. Títanía. Oberon minn, mig dreymdi ljóta sýn; ég þóttist elska asna í draumalandi. Oberon. Elskuginn liggur þarna! Títanía. Hvað kom til? ásýnd hans vekur augum mínum hrylling! (IV,1) Allir blygðast sín að morgni; Demetríus og Hermía, Lísander og Helena. Jafnvel Spóli. Jafnvel hann vill ekki gangast við draumi sínum: Mér þótti ég vera — það getur enginn sagt hvað. Mér þótti ég vera, og mér þótti ég hafa — en þvílíkt ræfils fífl sem byðist til að segja hvað mér þótti ég hafa! (IV,1) Ofsalegar andstæður verða milli þess girndar-bruna, sem nóttin leysir úr læðingi, og siðgátar dagsins, sem heimtar að allt sé gleymt; og þar virðist Shakespcare vera langt á undan samtíð sinni. Sú hugmynd, að lífið sé draumur, á í þessu sambandi ekkert skylt við dulrænt barrok. Nóttin er lykill að deginum. . . . Vér erum þelið sem draumar spinnast úr; ... (Ofviðrið, IV, 1) Aríel er ekki aðeins afhverfur Bokki með alvörugefið andlit. Hið heim- spekilega hugmið í Draumnum er endurtekið í Ofviðrinu, sem tvímæla- laust er þroskameira leikrit. En svör Shakespeares í Draumi á Jónsmessu- nótt virðast ótvíræðari; ef til vill mætti segja þau væru sprottin af meiri efnishyggju, minni beiskju. Brjálað fólk, einnig elskendur og skáld, er gert úr tómri ímyndun; (V,l) Æðið endist júnínóttina á enda. Elskendurnir minnkast sín fyrir þá nótt og vilja ekki um hana tala, frekar en menn kæra sig um að tala um vonda drauma. En nóttin sú leysti þau úr ánauð sjálfra sín. Þau urðu hin raun- verulegu þau sjálf í draumum sínum. 312
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.