Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 66
Tímarit Máls og menningar
Títanía vaknar og sér bóndadurg með asnahaus við hlið sér. Hún svaf hjá
honum um nóttina. En nú er bjart af degi. Hún minnist þess ekki að hafa
nokkurn tíma lagt á hann girndarhug. Hún man ekkert. Hún vill ekki
muna neitt.
Títanía. Oberon minn, mig dreymdi ljóta sýn;
ég þóttist elska asna í draumalandi.
Oberon. Elskuginn liggur þarna!
Títanía. Hvað kom til?
ásýnd hans vekur augum mínum hrylling! (IV,1)
Allir blygðast sín að morgni; Demetríus og Hermía, Lísander og Helena.
Jafnvel Spóli. Jafnvel hann vill ekki gangast við draumi sínum:
Mér þótti ég vera — það getur enginn sagt hvað. Mér þótti
ég vera, og mér þótti ég hafa — en þvílíkt ræfils fífl
sem byðist til að segja hvað mér þótti ég hafa! (IV,1)
Ofsalegar andstæður verða milli þess girndar-bruna, sem nóttin leysir úr
læðingi, og siðgátar dagsins, sem heimtar að allt sé gleymt; og þar virðist
Shakespcare vera langt á undan samtíð sinni. Sú hugmynd, að lífið sé
draumur, á í þessu sambandi ekkert skylt við dulrænt barrok. Nóttin er
lykill að deginum.
. . . Vér erum þelið
sem draumar spinnast úr; ...
(Ofviðrið, IV, 1)
Aríel er ekki aðeins afhverfur Bokki með alvörugefið andlit. Hið heim-
spekilega hugmið í Draumnum er endurtekið í Ofviðrinu, sem tvímæla-
laust er þroskameira leikrit. En svör Shakespeares í Draumi á Jónsmessu-
nótt virðast ótvíræðari; ef til vill mætti segja þau væru sprottin af meiri
efnishyggju, minni beiskju.
Brjálað fólk, einnig elskendur og skáld,
er gert úr tómri ímyndun; (V,l)
Æðið endist júnínóttina á enda. Elskendurnir minnkast sín fyrir þá nótt
og vilja ekki um hana tala, frekar en menn kæra sig um að tala um vonda
drauma. En nóttin sú leysti þau úr ánauð sjálfra sín. Þau urðu hin raun-
verulegu þau sjálf í draumum sínum.
312