Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 72
Tímarit Máls og menningar sem kosta 7—15 milljónir króna, stundum fleiri en ein og fleiri en tvær. Og í geymslunni er snjósleði og hraðbátur í bátaskýlinu og á gróðurblett- um við Sogið og á Þíngvöllum kúra sumarbústaðir með heitu vatni, sauna- baðstofu, litasjónvarpi og öðrum tækjum sem nauðsynleg eru tilað njóta útivistar og komast í nána snertíngu við landið. Einhverjir eiga víst líka hús við Miðjarðarhafið, samkvæmt þeirri íslensku kenníngu að allt borgi sig betur en að leigja. Hvaðan koma aurarnir til að kaupa öll þessi jarðnesku gæði?Antíksófasettin koma flugleiðis frá Frakklandi og marmaragólfið frá Grikklandi. Og samt er botnlaust tap á atvinnuvegunum og þjóðin skuldum vafin. Krónan fellur og fellur og verður bráðum að engu. Enda vilja framsýnir menn leggja hana niður alfarið og taka upp annaðhvort glerbrot eða ameríska dollara. Einseyríngurinn er horfinn, tveggjeyríng- urinn horfinn, tuttuguogfimmeyríngurinn og fimmtíuaurinn horfnir. Bráð- um hlýtur krónan að hverfa, annað stenst ekki. Utlitið er skuggalegt. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Seðlabankastjóri hóar í blaða- menn að sýna þeim teikníngar og líkön að nýrri mynt, nýjum seðlum, nýjum gjaldmiðli. Seðlabánkastjórinn vitnar í fornsögurnar, segist vilja snúa vörn í sókn, ræður þjóðinni að skera einsog tvö núll aftanaf krónunni, byrja uppá nýtt, láta fyrra gæfuleysi krónunnar vera gleymt, hefja nýjan leik með stæltum gjaldmiðli. Nýju seðlunum svipar mjög til hinna traustu vestur-þýsku markseðla. A nýju myntinni eru myndir af trosi. Þjóðin verður að endurheimta trúna á gjaldmiðilinn, segir seðlabánkastjórinn og hamp- ar vonglaður nýju trosmyntinni. Og loðnubátarnir kappsigla til hafnar með lestarnar fullar og þilförin full. Og það eru sífelldar brælur og bátarnir eru á lögginni, en þeir kappsigla því það er dýrt að missa af þróarplássi. Þetta eru hafskip og furðu- legt hvað þeir komast hjá því að keyra sig niður. I styrjöld verður að taka nokkra áhættu. Og það er kastað í brjáluðum veðrum, því það verður að keppast við að útrýma loðnustofninum, og skítt með það þótt skipi og áhöfn sé stefnt í hættu, bara að loðnuforsmánin komist á land svo hægt sé að láta hana úldna í þrónni eða útá túni ef ekki vill betur. Og togararnir sópa upp þorskinum áðuren hann nær að gánga inná bátamiðin. Bátaút- gerð frá Suðurnesjum dregst saman. Atvinnnuleysis gætir í sjávarplássun- um á Reykjanesi. Menn sækja stíft í vinnu hjá hernum. En ekki gemr her- inn tekið við öllum þótt hann feginn vildi, því þá verða engir eftir tilað verja. Og svo kemur reiðarslagið: Carter gefur út skipun um að fyrir hverja fimm sem hætti störfum hjá bandaríska hernum skuli einn ráðinn. Bene- 318
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.