Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 75
Sögukafli úr Galeiðunni vinnum að þessu máli í náinni samvinnu við talsmenn launþega. Ávaxta- safaátöppunariðnrekandinn brosir sínu stælta, velþjálfaða brosi inní myndavélarnar. Jakkafötin hans eru vel sniðin og í réttum litum einsog andlitið. Skórnir eru mjúkir og þægilegir einsog túngutakið. Slifsishnútur- inn situr álíka virðulega og forseti lýðveldisins. Þetta er hin nýja kynslóð iðnrekenda, nútímamaður sem gerir sér þess grein að það er útilokað að gánga þvert á vilja oddvita launþegasamtakanna, enda ástæðulaust. Sigur fæst ekki, síst af öllu sigur á hinu hataða Ríki, nema fulltrúar atvinnurek- enda og launþega snúi saman bökum. Og ráðherrarnir sitja og standa eins- og vel tamdar sirkusmýs þegar fulltrúar atvinnurekenda og launþega mæla einum voldugum rómi. Stórfyrirtæki mega ekki fara á hausinn. Tryggja verður fyrirtækjunum rekstrargrundvöll heitir það þegar allt er í kalda koli. Iðnaðarráðuneytið fær málið til athugunar, fyrirtækið Baklás h/f stendur höllum fæti, hlutlaus endurskoðunarskrifstofa lítur yfir bókhaldið,. sem reynist með öllu óskiljanlegt, hagræðíngarfyrirtæki gerir hlutlausar tillögur um úrbætur í rekstrinum, ráðinn er framkvæmdastjóri sem kann til verka, hið hataða Ríki kaupir hlut í fyrirtækinu, útvegar verkefni, ábyrg- ist lán, gerir sölusamnínga fyrir hönd fyrirtækisins og tryggir að stofnanir Ríkisins noti framleiðsluvörur Bakláss h/f. Kannski heldur eigandinn áfram að vera eigandi og hluthafarnir áfram að vera hluthafar. Kannski er hluta- fé fyrirtækisins aukið um helmíng með framlagi hins hataða Ríkis eða Borg- ar eða Sveitarfélags. Kannski er fyrri eigandi nú hluthafi sem situr heima hjá sér í vönduðum stól, sinnir menníngarlegum áhugamálum sínum, dytt- ar að sumarbústaðnum, safnar frímerkjum eða málverkum, ekur um bæinn að horfa á úngar stelpur og mætir á ársfundi hluthafa brúnn af sól Miðjarð- arhafsins. Kannski plumar fyrirtækið sig og hlutabréfin stíga í verði. Það er gerlegt að fá lán í bönkum útá hlutabréf í sæmilega öruggu fyrirtæki. Vegir fjármagnsins eru órannsakanlegir. Þó ekki órannsakanlegri en svo að margt fólk lifir góðu lífi og nýtur allra heimsins lystisemda ánþess að vinna fyrir sér. T.MSI 21 321
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.