Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 75
Sögukafli úr Galeiðunni
vinnum að þessu máli í náinni samvinnu við talsmenn launþega. Ávaxta-
safaátöppunariðnrekandinn brosir sínu stælta, velþjálfaða brosi inní
myndavélarnar. Jakkafötin hans eru vel sniðin og í réttum litum einsog
andlitið. Skórnir eru mjúkir og þægilegir einsog túngutakið. Slifsishnútur-
inn situr álíka virðulega og forseti lýðveldisins. Þetta er hin nýja kynslóð
iðnrekenda, nútímamaður sem gerir sér þess grein að það er útilokað að
gánga þvert á vilja oddvita launþegasamtakanna, enda ástæðulaust. Sigur
fæst ekki, síst af öllu sigur á hinu hataða Ríki, nema fulltrúar atvinnurek-
enda og launþega snúi saman bökum. Og ráðherrarnir sitja og standa eins-
og vel tamdar sirkusmýs þegar fulltrúar atvinnurekenda og launþega mæla
einum voldugum rómi. Stórfyrirtæki mega ekki fara á hausinn. Tryggja
verður fyrirtækjunum rekstrargrundvöll heitir það þegar allt er í kalda
koli. Iðnaðarráðuneytið fær málið til athugunar, fyrirtækið Baklás h/f
stendur höllum fæti, hlutlaus endurskoðunarskrifstofa lítur yfir bókhaldið,.
sem reynist með öllu óskiljanlegt, hagræðíngarfyrirtæki gerir hlutlausar
tillögur um úrbætur í rekstrinum, ráðinn er framkvæmdastjóri sem kann
til verka, hið hataða Ríki kaupir hlut í fyrirtækinu, útvegar verkefni, ábyrg-
ist lán, gerir sölusamnínga fyrir hönd fyrirtækisins og tryggir að stofnanir
Ríkisins noti framleiðsluvörur Bakláss h/f. Kannski heldur eigandinn áfram
að vera eigandi og hluthafarnir áfram að vera hluthafar. Kannski er hluta-
fé fyrirtækisins aukið um helmíng með framlagi hins hataða Ríkis eða Borg-
ar eða Sveitarfélags. Kannski er fyrri eigandi nú hluthafi sem situr heima
hjá sér í vönduðum stól, sinnir menníngarlegum áhugamálum sínum, dytt-
ar að sumarbústaðnum, safnar frímerkjum eða málverkum, ekur um bæinn
að horfa á úngar stelpur og mætir á ársfundi hluthafa brúnn af sól Miðjarð-
arhafsins. Kannski plumar fyrirtækið sig og hlutabréfin stíga í verði. Það
er gerlegt að fá lán í bönkum útá hlutabréf í sæmilega öruggu fyrirtæki.
Vegir fjármagnsins eru órannsakanlegir. Þó ekki órannsakanlegri en svo
að margt fólk lifir góðu lífi og nýtur allra heimsins lystisemda ánþess að
vinna fyrir sér.
T.MSI 21
321