Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 77
Jóhann Sigurjónsson og módernisminn
hans öðlast æ sterkari svip af módernískum og existensíalískum hugmynd-
um*
Ný-rómantík og módernismi
Áður en lengra er haldið verður gerð nokkur grein fyrir hugtökunum
ný-rómantík og módernismi. Ekki er kostur þess að ræða þessar bókmennta-
stefnur til hlítar í greinarkorni. Mun ég því takmarka mig við örfá hug-
myndaleg einkenni þeirra.
I „Bókmenntafræði“ Menningarsjóðs segir Hannes Pémrsson um ný-
rómantísku stefnuna: „I ný-rómantíkinni, sem öðru fremur var vaxin upp
úr hugmndaheimi Nietzsches (1844—1900), ræður fegurðarþrá og dul,
og er leitazt við að túlka hina innri veröld einstaklingsins, sem flest blæ-
brigði hennar“ (73). Hér víkur Hannes að hugmyndalegum kjarna þessarar
bókmenntastefnu; dulúð hennar og fegurðardýrkun. Skáld ný-rómantíkur-
innar höfnuðu natúralisma og raunhyggju en leituðu þess í stað fegurðar og
sannleika í dulkynjuðum veruleik. Þeir upphófu hið dulda, leyndardóms-
fulla og yfirskilvitlega. I þeirra augum var veröld draums og hugsjónar hinn
sanni raunveruleiki. Rangt væri að segja að einangrun og vonleysi hafi ein-
kennt ný-rómantísku skáldin. Það á a.m.k. ekki við Jóhann Sigurjónsson.
Fyrstu ljóð hans bera merki lífsþorsta og ídealískrar trúar á ótakmarkaða
getu mannsandans. I þeim virðist hann skynja sjálfan sig í samræmi við
tilveruna. Náttúran og mannsandinn eru greinar sama meiðs. Samræmis-
hugmynd þessi kemur t.d. ljóslega fram í Bárunni frá 1898.3 Þar líkit
skáldið lífinu við hið mikla haf og sjálfu sér við báruna smáu.
Annað megineinkenni á ný-rómantískum ljóðum Jóhanns er takmarka-
laus dýrkun á „ofurmenninu“ sem í krafti hæfileika sinna andlegra eða
efnislegra getur risið yfir fjöldann. Kvæði hans um Georg Brandes, sem
ort var á dönsku, tekur af öll tvímæli um það: „Jeg saa dig, et Nordlys paa
Nathimlens Blaa / i dansende Leg gennem Æterens Bölger. . .“.4 Annað
kvæði í svipuðum anda er Víkingarnir' þar sem Jóhann syngur hetju-
skapnum lof. j3C;r lifgu á brjóstum þér, blágræni mar,
þín brimsollna alda þeim fyrirmynd var,
þeir vildu sig eigi undir okið beygja.
* Það er ekki fyrr en árið 1910 sem módernisku ljóðin birtast á prenti í Skírni.
En Helge Toldberg leiðir að því óyggjandi rök að a. m. k. sum þeirra hafi verið
ort hálfum áratug fyrr (Jóhann Sigurjónsson, bls. 161—170).
323