Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 84
Tímarit Máls og menningar
þeirra er að mínum dómi andstæðan milli ný-rómantíska draumheimsins
og raunveruleikans sem skáldið hafði fyrrum reynt að umskapa.
Lítum nú á innviði ljóðsins. Fyrri tvö erindin sýna sólina sem umvefur
alla lifandi veru hlýju og birtu en hnígur til viðar að kvöldi. Síðari tvö
erindin birta mynd næturinnar. I stað hins ljúfa andrúmslofts ríkir dimma
og tregi. Tengiliður andstæðunnar er sólarlagið, þegar „kuldinn úr hafinu
stígur“.
Eins og áður var að vikið byggist kvæðið upp á myndhverfingum. Á
líkan hátt og „dauðinn“ í Bikarnum eru „sól“ og „nótt“ persónugerð:
Sólin ilmar, faðmar, andar, kastar og hnígur; Kuldinn stígur og Nóttin
flýgur, eys, gengur, leitar og elskar. Auk þessara sagnarmyndliverfinga
tengjast ýmis hugtök og lýsingarheiti Ijóðtáknunum: Sólin eldur, brand-
ur, logar; Sólsetrið blóðug, eldbrunnin, tjöld; Nóttin ~* föl, grátin, myrk-
ur. Samþjöppun þessara merkingarhópa um fáein tákn sýnir frábæra mynd-
vísi sem veldur sterkum geðhrifum í huga lesandans. Sólin er sem glaður
eldur í upphafi. Henni blæðir út í fjörbrotum að kvöldi og umbreytist i
myrkur og harm næturinnar. Tortímingunni sem sólsetrið veldur er líkt
við „eldbrunnin tjöld" að afloknum eldsvoða.
Fjórða og síðasta erindi ljóðsins hljóðar svo:
Föl og grátin hún gengur
geislanna í blómunum leitar.
— Enginn í öllum þeim eilífa geim
elskaði sólina heitar.
Hér eru táknmið sólar og nætur skýrð. Þau vísa til mannlífsins. Sólin
táknar lífshamingju hins blekkta draumlífs. Mynd „geislanna í blómun-
um“ er hliðstæða alsælunnar sem ný-rómantíkerinn þóttist hafa fundið í
heimi fegurðarinnar. :
Skyldleiki þessa ljóðs við Bikarinn er augljós. I Bikarnum táknar „gamalla
blóma angan“ hinar glötuðu gleðistundir. I Sólarlagi koma þær fram í
líki „geislanna í blómunum“. I báðum ljóðunum hefur „blóm“ samskonar
merkingarhlutverki að gegna. Auk þessarar augljósu samkvæmni er heim-
ur ljóðanna mjög áþekkur. Bæði eru tregafull áköll skálds út í „merkingar-
laust og vonarsnautt tómið“.
Hafið er eilíft og stundlegt í senn, síbreytilegt og sífellt. I því samein-
ast andrá og eilífð. Því er ekki undarlegt að það verði áleitið myndefni
330