Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 86
Tímarit Máls og menningar
Fuglar flugu yfir hafið
með fögnuði og vængjagný
— hurfu út í himinblámann
hratt eins og vindlétt ský.
„Fuglarnir“ eru skammvinn sæla. Þeir hverfa úr augsýn. Eins kulna eldar
hugsjónanna. Veruleikinn eyðir draumórunum. En minning þeirra er eftir
og kvelur.
Þangið, sem horfði á hópinn,
var hnípið allan þann dag, —
Bylgjan, sem bar það uppi,
var blóðug um sólarlag.
í Ijóðinu virðist skáldið vera að túlka ófæru þeirrar leiðar sem ný-rómantík-
erarnir reyndu að fara til lífshamingjunnar. En um leið og hann gerir upp
við draumóra æskuskeiðsins fellur hann í óblíðan faðm tómhyggjunnar.
Niðurstaða hans verður að „Lífið sé einungis örskammt, vonarsnautt
augnablik, forleikur dauðans."
Þanginu blæðir út í örvæntingarfullri þrá. Svipuð eru örlög sæfar-
ans í Odysseifur hinn nýi:
Svikult er seiðblátt hafið
og siglingin afarlöng.
Einn hlustar Ódysseifur
á óminnisgyðjunnar söng.
Enn er hafið miðlægt tákn. Hér er það ennfremur bakgrunnur fyrir vís-
un til hinnar frægu sagnar af Odysseifi og Kalypsó í Odysseifskviðu Hómers.
Fjölmargar hættur eru á vegi hins sögulega Odysseifs um hafið. Oftsinnis lá
við að hann yrði seið þess og táli að bráð. Svipuð er aðstaða „sæfara“ nú-
tímans að áliti Jóhanns. „Sæfarinn" er náttúrlega táknmynd fyrir nútíma-
manninn og „hafið“ er þau skilyrði sem hann verður að búa við.
Einsemdin markar þetta kvæði líkt og Bikarinn. Orðaval kvæðanna sýn-
ir það glögglega:
Einn sit ég yfir drykkju... (Bikarinn)
Einn hlustar Ódysseifur... (Ódysseifur)
í Heimþrá er þangið eitt og yfirgefið. í Sorg er „ég-ið“ eitt andspænis
óskapnaðinum. En af mestum þunga túlkar skáldið þó einsemdina
í kvæðinu Vorið, sem prentað var í „Reykjavík“ 1912. Drungalegt stef
332