Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 87
Jóhatin Sigurjónsson og módernisminn hins einmanalega fífils er viðlag við ærslafulla lýsingu á vaknandi gró- anda vorsins: Fífill einmana í fjalladal, finnurðu ei sólhlýja brosið? Er hjarta þitt, fífill, frosið? Við sjáum hér gagngjöra breytingu frá hinu „félagslega“ viðhorfi í Bár- unni. Myndin af Odysseifi þar sem hann hlýðir á tálsöng óminnisgyðjunnar leiðir hugann að aðstæðum nútímamannsins. En „Hinn nýi sæfari“ hefur ekki möguleika á að komast í höfn eins og Odysseifur. Lífshlaupi hans lyktar óhjákvæmilega með tortímingu. Astæðan er sú að áfangastaðurinn, friðlandið, er eintóm blekking og óframkvæmanlegur draumur. Samræmi bjó í heimssýn fornaldarinnar. Oryggisleysið og samræmisleysið gátu ekki leyst það upp. Draumur og veruleiki voru samrýmanlegir. Svo er ekki í lífi nútímamannsins að dómi Jóhanns. Gjáin milli draums og veruleika er orð- in óbrúanleg vegna þess að maðurinn hefur öðlast skilning á harmsögulegu (tragisku) eðli tilvistarinnar. Túlkun þessi styrkist í 2. erindi Ijóðsins. Líkingunni við fornsöguna er haldið en persónulegu „ég-i“ skotið inn sem frumlagi í stað hins sögulega Odysseifs. „Eg-ið“ er hinn nýi Odysseifur: Marmarahöllin heima. — Eg húmdökka gluggana sá mæna eins og andvaka augu út á hinn dimmmjúka sjá. Kvæði sem Jóhann orti um móður sína látna árið 1912 varpar Ijósi á merkingu þessarar hallarmyndar. Þar yrkir hann svo um bjargfasta trúar- von hennar og traust á guði19: Þú sást því land og Ijósar hallir þar dapureygir sjá dimmu. Myndirnar tvær eru augljóslega merkingarsamstæður. „Höllin" táknar í báðum tilvikum þann griðastað sem trúmaðurinn finnur í eilífðarvoninni og miskunn guðs. En Jóhann hefur misst trúna á þennan draum og er í hlutverki hins „dapureyga". Lyktir Odysseifskvæðisins eru tragiskar eins og vænta mátti: 333
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.