Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 94
Umsagnir um bækur
í VÖRN OG SÓKN
Andstætt skáldsögu og leikriti sem vekja
upp skynjun fyrir því hvernig tíminn
líður jafnframt því sem heimi er lok-
ið upp fyrir lesanda (eða áheyranda/
horfanda) er ljóðlistin einatt talin kyrr-
stæð og meira í ætt við málverk (og er
þá auðvitað ekki átt við söguljóð). Það er
öldungis rétt að góðra Ijóða verður varla
notið til fulls nema lesa þau hægt og
leyfa þeim að verka á hugann sem sam-
tíma heild, en samt eru margar ljóða-
bækur sem ekki njóta sín nema til
hálfs með slíkum lestri, af því að þær
eru byggðar sem heild meira í ætt við
tónverk en málverk, og þá skiptir máli
að skilja sem best hvernig hrynjandi og
blær breytist og með hverjum hætti
meginþættir eru undnir saman á hverj-
um stað í verkinu. Mér hættir til að
lesa ljóðabók hratt yfir þegar ég fæ
hana fyrst í hendur og höfði þessi
fyrsta skynjun til mín fer ég að lesa
vandlega einstök ljóð, oftast í tilviljun-
arkenndri röð. Það sem oft verður út-
undan er að lesa bókina aftur sem heild
þegar betri skilningur hefur fengist
á einstökum ljóðum. Þessar vangavelt-
ur flugu mér í hug þegar ég, eftir að
hafa alllengi haft liggjandi hjá mér
nýjusm ljóðabók Ólafs Jóhanns Sig-
urðssonar1 og lesið þar eitt og eitt
1 Olafur Jóhann Sigurðsson: Virki og vötn.
Mál og menning. Reykjavík 1978.
340
kvæði eða fá í einu, tók mig til og
las aftur tiltölulega hratt yfir bókina.
Eins og er um flestar ljóðabækur er
þessi tilbrigði um fá meginstef sem
skipa mismunandi mikið rúm í ein-
stökum kvæðum og einstökum hlutum
bókarinnar en samhljómur þeirra og
endanleg áhrif koma því aðeins í ljós
að bókin sé lesin sem heild.
Stefin í Virkjum og vötnum hafa
hljómað áður í verkum Ólafs Jóhanns:
yndi náttúrunnar er teflt gegn ógnum
tæknialdar, draumi um fagurt líf gegn
kvíða og dauða. Þegar heiti bókarinnar er
borið saman við heiti tveggja fyrri ljóða-
bóka, Að laufferjum og Að brunnum,
virðist sýnt að höfundur ætli bók þess-
ari víðara hlutverk en hinum tveimur,
að bein þátttaka í þjóðlífinu eða hvatn-
ing til hennar sé hér jafngildur þáttur
fegurðardraumi. Þótt sú þátttaka sé
fremur hugsuð sem vörn (sbr. virki) en
sókn. Ekki má þó láta sér sjást yfir
þann möguleika að sá kraftur sem sótt-
ur er til uppsprettulindanna verði mönn-
um hvati til sóknar. Það er auðvitað mál
að ekki er hægt að skipa einstökum
kvæðum bókarinnar í flokka sem ann-
aðhvort virkis- eða vatnakvæðum, held-
ur fléttast þessir þættir saman í þeim
flestum, þótt annað ríki einatt yfir
hinu.
Virki og vötn skiptast í þrjá hluta,
og er miðhlutinn skemmstur en sá síð-
asti langlengstur. Fyrsti þátmrinn er