Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 96
Tímarit Máls og menningar I þessum hluta bókarinnar eru líka harðorð ádeilukvæði eins og kvæðið Dalur syðra, þar sem markmið ádeilunn- ar er sett fram á óbeinan hátt, svo að borin von er að þeir mundu skilja sem skeytinu er beint að og getur reyndar vafist fyrir þeim sem vanari eru að fást við bókmenntir: Dalur syðra Hvað hefur gerzt? Hversvegna er dalurinn breyttur? Hvers vegna þessir sviðnu flekkir og skellur? Hver hefur farið svona með sortulyngshlíð? Frá landnámsjörð, þar sem lög voru hugsuð forðum og legstaður valinn þegnum dalsins um aldir, berst málmsins glamur, öskran og eggjan dólga. Hafa Draupnis þrælar dulbúizt til þess að geta darkað á þessum stað og kýlt sínar pyngjur, í stuttum sveinstaulabuxum, með börðuga hatta? Eitt er víst, að dalsins svipur er dapur og dauflegur blámi vatnsins, en kirkjan hnípin, og sortulyngshlíðin sár á ormsbeðjarhátíð. Einkunnir landnámsjarðar og Draupn- is þræla sýna svo að ekki verður um villst að hér er deilt á skátahreyfinguna fyrir samkomur á Ulfljótsvatni. Notkun kenninga og umritana tekur með viss- um hætti broddinn af þessu sérstaka inntaki kvæðisins og veldur því að menn skynja kvæðið í fyrstu fremur sem almenna ádeilu á mammonsdýrkun á kostnað náttúrunnar en varla verður það talið fulllesið fyrr en skilist hefur hvert er skotmarkið. Stundum virðist manni gremju og beiskju gæta of mjög í ádeilu Olafs Jóhanns, en þó má ekki láta sér sjást yfir þá kímni sem víða bregður fyrir, eins og t. d. í lýsingu skátanna. Fyndni og háð lcoma hins vegar saman í einn punkt í lok kvæðisins Brekkusniglar þar sem lýst er samkomu öllu fágaðri og fínni en Rauðhettuhátíð á Ulfljótsvatni. Mér sýnist öll stef bókarinnar koma saman og magnast hvert af öðru í þess- um síðasta hluta. Þar eru bæði huglæg tregaljóð og félagsleg ádeilukvæði, en inn í þau og inn á milli hljómar hér sterkar en fyrr stef náttúrunnar og trú á mátt hennar til að vekja mönnum þá drauma sem til heilla horfa, eða eins og segir í niðurlagserindi kvæðisins Barn: Þér skýla strá. Þér skýla óráðnir draumar. Skilmálalaus og máttug er þeirra vernd. Sem heild felúr Virki og vötn í sér víðfeðmar andstæður, djúpa örvæntingu og máttuga trú og von. Hún ber vitni miklu átaki skáldsins til að tefla því besta sem hann veit og getur gegn því illa sem að sækir. Ekki er hægt að segja að Virki oS vötn breyti þeirri mynd sem við eigum af Olafi Jóhanni sem manni og skáldi en hún færir þó heim sanninn um að hann er fullgilt ljóðskáld ekþi síður en sagnaskáld, ef einhver skyldi enn hafa efast um það. Hér virðist mér 342
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.