Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 101
raunverulega að leggja á framferði
hinna ýmsu persóna, sem við sögu koma.
Ennfremur skal ekki láta hjá líða að
leggja sérstaka áherzlu á það, hversu
maður eins og Gunnar Benediktsson,
sem mótast að miklu leyti í stjórnmál-
um af viðhorfum kreppu- og heims-
styraldarára, heldur fullkomnu jafnvægi
sínu og raunsæju mati gagnvart stjórn-
málahræringum líðandi stundar, bæði
að því er varðar þróun innanlands sem
utan. Slíkt finnst mér koma einkar vel
fram í viðhorfum hans til þeirrar óhjá-
kvæmilegu þróunar, sem framvinda
tímans hlaut að hafa í för með sér til
breytinga á stöðu hinnar sósíalistísku
hreyfingar, sem hann lagði lag sitt við,
þegar hann fór „að grufla út í þetta“
um árið; þetta birtist líka í því að geta,
þrátt fyrir allt, dregið eðlilegar álykt-
anir af óhugnanlegu framferði Sovét-
ríkjanna með innrás þeirra í Tékkósló-
vakíu sumarið 1968, án þess að fyrri
afstaða blindaði sýn hans og léti hann
daga uppi eins og nátttröll.
„Að leikslokum", sem bindur enda-
hnút á minningar hans, er beint fram-
hald af 2. bindi, „Stiklað á stóru“, en
áður hafði hann í „Smngið niður stíl-
vopni" getið allmargra þátta, sem grípa
inn í síðasta tímabilið. Kannski hefði
orðið úr enn heildstæðara rit, ef efnis-
atriði úr „Stungið niður stílvopni" og
„Að leikslokum" hefðu verið sett á eina
bók, a. m. k. fækkað nokkuð endurtekn-
ingum, en slíkt kemur þó lítt að sök.
„Að leikslokum" skiptist í átta meg-
inkafla. I þrem þeim fyrstu fjallar hann
mest um hið nýja „trúboð", sem beið
hans, þá er hann skipti svo eftirminni-
lega um sið með hugarfarsbreytingu
sinni. Hann bregður upp ijóslifandi
myndum af erindrekstri sínum fyrir
málstað hins nýstofnaða Kommúnista-
Umsagnir um bcekur
flokks og er þar einna minnistæðust för
hans til Vestfjarða vorið 1935, en hún
er táknrænt dæmi um eðli köllunar hans
og þau skilyrði, sem hreyfingin unga
bjó við, þá er hann ferðaðist fótgang-
andi um fjöll og firnindi í ókunna staði,
án þess að eiga hvorki vísan næturstað
né þann sjálfsagða beina, sem lúnum
ferðalangi bar að hafa; úr öllu rættist
þó giftusamlega, því að víða voru fórn-
fúsir félagar, sem hlupu undir bagga,
eða þá góðviijaðir andstæðingar, sem
höfðu ánægju af alþekktum gesti og
létu þá alla pólitík lönd og leið, en nutu
þess að spjalla við „trúboðann"; hann
átti þá líka létt með að segja skilið við
boðskapinn eina næturstund og ræða
um fróðleg viðfangsefni í þjóðlegum
stíl, er huga hans stóðu nærri. Það er
heldur ekki nokkur vafi á því, að Gunn-
ar hefur einmitt verið þeim gáfum og
hæfileikum gæddur að vera einkar ákjós-
anlegur fulltrúi fyrir hreyfingu sína, þar
sem reynsla hans, menntun, lundarfar
og fjölþætt áhugamál á íslenzka, þjóð-
lega vísu hafa aflað honum velvildar al-
þýðu manna, en það kom hreyfingunni
ótvirætt til góða.
Eg hygg að Gunnar hitti naglann
á höfuðið, þar sem hann segir (bls. 11):
„Það var flokknum engin ný uppgötvun,
hve mikilvægt það var að geta smeygt
sinni rödd að, þar sem fjölmenni var
saman komið á góðum stundum. Til
þess að gegna því starfi sem bezt þurfti
ekki aðeins mann, sem var vel máli
farinn, á hinu valt ekki minna, að hann
væri létmr í tali, gæti lagað sig eftir
áhugaefnum viðmælenda og þætti eftir-
sóknarverður til viðræðna. Eg þótti sýna
umtalsverða hæfileika í þessum grein-
um.“ Hér við bættist, að íslenzkt þjóð-
félag þessa tima hafði upp á svo fá-
breytt félagslíf að bjóða, að hverjum
347