Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 101
raunverulega að leggja á framferði hinna ýmsu persóna, sem við sögu koma. Ennfremur skal ekki láta hjá líða að leggja sérstaka áherzlu á það, hversu maður eins og Gunnar Benediktsson, sem mótast að miklu leyti í stjórnmál- um af viðhorfum kreppu- og heims- styraldarára, heldur fullkomnu jafnvægi sínu og raunsæju mati gagnvart stjórn- málahræringum líðandi stundar, bæði að því er varðar þróun innanlands sem utan. Slíkt finnst mér koma einkar vel fram í viðhorfum hans til þeirrar óhjá- kvæmilegu þróunar, sem framvinda tímans hlaut að hafa í för með sér til breytinga á stöðu hinnar sósíalistísku hreyfingar, sem hann lagði lag sitt við, þegar hann fór „að grufla út í þetta“ um árið; þetta birtist líka í því að geta, þrátt fyrir allt, dregið eðlilegar álykt- anir af óhugnanlegu framferði Sovét- ríkjanna með innrás þeirra í Tékkósló- vakíu sumarið 1968, án þess að fyrri afstaða blindaði sýn hans og léti hann daga uppi eins og nátttröll. „Að leikslokum", sem bindur enda- hnút á minningar hans, er beint fram- hald af 2. bindi, „Stiklað á stóru“, en áður hafði hann í „Smngið niður stíl- vopni" getið allmargra þátta, sem grípa inn í síðasta tímabilið. Kannski hefði orðið úr enn heildstæðara rit, ef efnis- atriði úr „Stungið niður stílvopni" og „Að leikslokum" hefðu verið sett á eina bók, a. m. k. fækkað nokkuð endurtekn- ingum, en slíkt kemur þó lítt að sök. „Að leikslokum" skiptist í átta meg- inkafla. I þrem þeim fyrstu fjallar hann mest um hið nýja „trúboð", sem beið hans, þá er hann skipti svo eftirminni- lega um sið með hugarfarsbreytingu sinni. Hann bregður upp ijóslifandi myndum af erindrekstri sínum fyrir málstað hins nýstofnaða Kommúnista- Umsagnir um bcekur flokks og er þar einna minnistæðust för hans til Vestfjarða vorið 1935, en hún er táknrænt dæmi um eðli köllunar hans og þau skilyrði, sem hreyfingin unga bjó við, þá er hann ferðaðist fótgang- andi um fjöll og firnindi í ókunna staði, án þess að eiga hvorki vísan næturstað né þann sjálfsagða beina, sem lúnum ferðalangi bar að hafa; úr öllu rættist þó giftusamlega, því að víða voru fórn- fúsir félagar, sem hlupu undir bagga, eða þá góðviijaðir andstæðingar, sem höfðu ánægju af alþekktum gesti og létu þá alla pólitík lönd og leið, en nutu þess að spjalla við „trúboðann"; hann átti þá líka létt með að segja skilið við boðskapinn eina næturstund og ræða um fróðleg viðfangsefni í þjóðlegum stíl, er huga hans stóðu nærri. Það er heldur ekki nokkur vafi á því, að Gunn- ar hefur einmitt verið þeim gáfum og hæfileikum gæddur að vera einkar ákjós- anlegur fulltrúi fyrir hreyfingu sína, þar sem reynsla hans, menntun, lundarfar og fjölþætt áhugamál á íslenzka, þjóð- lega vísu hafa aflað honum velvildar al- þýðu manna, en það kom hreyfingunni ótvirætt til góða. Eg hygg að Gunnar hitti naglann á höfuðið, þar sem hann segir (bls. 11): „Það var flokknum engin ný uppgötvun, hve mikilvægt það var að geta smeygt sinni rödd að, þar sem fjölmenni var saman komið á góðum stundum. Til þess að gegna því starfi sem bezt þurfti ekki aðeins mann, sem var vel máli farinn, á hinu valt ekki minna, að hann væri létmr í tali, gæti lagað sig eftir áhugaefnum viðmælenda og þætti eftir- sóknarverður til viðræðna. Eg þótti sýna umtalsverða hæfileika í þessum grein- um.“ Hér við bættist, að íslenzkt þjóð- félag þessa tima hafði upp á svo fá- breytt félagslíf að bjóða, að hverjum 347
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.