Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 103
flokksþingi Sósíalistaflokksins 1968, þar sem hann mælti með því, að Al- þýðubandalagið yrði formlega gert að stjórnmálaflokki og Sósíalistaflokkurinn lagður niður. Eg veit, að mönnum er minnistæð ræða hans á því þingi og sryrkti menn áreiðanlega í þeirri skoð- un, að í rétta átt væri stefnt. Gunnar lýsir því réttilega (bls. 170), að liann hafi einlægt „reynt að skyggna sem grandgæfilegast þróun samfélags- málanna fjær og nær á jarðarkringl- unni“. I samræmi við það víkur hann að sjáifsögðu að þeim voðaatburði, sem átti sér stað sumarið 1968, er herir Sovétríkjanna réðust gráir fyrir járnum inn í Tékkóslóvakíu og brutu á bak aftur vilja lítillar nágrannaþjóðar, sem vildi fara eigin leiðir til sköpunar sósíal- isma með „manneskjulegu yfirbragði'. Gunnar skýrir frá því (bls. 113), að hann hafi verið „með þeim fyrstu, sem bannfærðu þann verknað með hörðum orðum“ og „látið það á þrykk út ganga, að nú hefðu brostið um þvert forustu- möguleikar Sovétríkjanna fyrir byltinga- hreyfingu mannkynsins um næsrn fram- tíð“. Þessi verknaður Rússa var ekki sízt mikið harmsefni Gunnari Benediktssyni og ýmsum öðrum gömlum sósialistum, sem lengstum ævinnar höfðu verið að- dáendur og talsmenn hins austræna kommúnistaríkis. Mér finnst það stað- festa manndóm Gunnars Benediktssonar og réttlætisskyn hans að geta litið svo fullkomlega raunsæjum augum á þessar miskunnarlausu staðreyndir sögunnar, — raunar mætti segja sem bemr fer með opinskáum augum endurskoðunarsinn- ans, — án þess þó að hverfa frá grund- velli gamalla hugsjóna eða bíða að öðru leyti tjón á sálu sinni; þá er Iíka mikið sagt um þann mann, sem á sínum tíma ritaði lofgerð um „bóndann í Kreml“. Umsagnir um bœkur I 7. kafla fjallar Gunnar um tildrög þess, að hann hóf nýjan feril á rithöf- undarbraut sinni, þ. e. þegar hann varð hugfanginn af Sturlungu og hinum ýmsu höfuðpersónum Smrlungaaldar, einkum Snorra Sturlusyni, sem hann rit- aði um tvær athyglisverðar bækur. Gunnar sýndi með Sturlunguskrifum sínum nýja hlið á fjölþættum hæfileik- um sínum, er hann gerðist könnuður á fræðilega vísu, kafar inn í hið mikla völundarhús Sturlungu, freistar þess að greiða þar úr ýmsum flækjum, sem þetta stórkostlega verk hefur að geyma, enda gerir hann það á svo forvitnilegan og skemmtilegan hátt, að hver lærður sagn- fræðingur mætti þykjast fullsæmdur af þó ekki væri nema broti af því, sem Gunnar hefur innt af hendi. Þar að auki eru þessi rit Gunnars gott dæmi um það, hvernig um hin fornu fræði má fjalla, án þess að vera leiðinlegur. Frá þessum bókum sinum greinir Gunnar í ritinu „Að leikslokum", m. a. hvernig það gekk að fá útgefendur, en í því sambandi vekur nokkra furðu, að Gunn- ari skyldi mæta það tómiæti, sem hann lýsir (bls. 142—3), er hann óskaði eftir að fá útgefna hjá Máli og menningu bók sína „Sagnameistarann Sturlu“. Þar finnst mér því miður lika koma fram hjá honum hálfkveðin vísa, þótt sú til- litssemi gagnvart einstaklingum sé að nokkru auðskilin. Segja má í þessu sambandi, að það veki líka furðu, að slík heimildarit um nútímasögu, sem Gunnar greinir frá í bók sinni, að hann hafi ritað í fram- haldi af „Saga þín er saga vor“ (stjórn- málasögu Islands 1940—49, útgefin 1952), skuli ekki enn fást útgefin, þótt samin séu fyrir alllöngu. Fyrir kennara og nemendur er ómetanlegt að hafa slík rit við hendina í námi, eins og Gunnar 349
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.