Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 113
tónninn er gefinn til kynna á fyrstu
síðunum: „Sólin er varla til á himnin-
um . . . Slabbið á götunum er grátt og
bifreiðarnar forugar. Skítugum snjón-
um hefur verið rutt uppá garigstéttirn-
ar. Þar liggur hann í görðum sem tor-
veldar fótgangandi að komast leiðar
sinnar“; og: Gunnar Hansson endur-
tekur: „Einn lepur upp það sem nið-
ur af öðrum gengur“ (10—11).
Sjálf atburðarásin gerist á nokkrum
dögum, yfir eina helgi og fram í næstu
viku að viðbættri lýsingu á heimkomu
Gunnars frá Freeport nokkrum vikum
eða mánuðum síðar. I raun og veru
spannar þó sagan mestalla ævi Gunnars
og lesandinn fær vitneskju um ýmis-
legt sem á daga hans hefur drifið sem
kannski er þó „ekkert sérstakt". Maður-
inn er fæddur inn í velmegandi fjöl-
skyldu og vel það. Faðir hans „er trún-
aðarmaður virðulegustu sjóða heims-
ins. Það er Hans Gunnarsson himself
sem þrýstir á þessar pólitísku rottur hér
heima þegar verið er að undirbúa hina
fáránlegu orkusölusamninga við erlend
glæpafyrirtæki, öðru nafni fjölþjóða-
fyrirtæki" (286), svo notuð séu orð
móður Gunnars. Og: „Hann vasast með
einar tíu, fimmtán húseignir í Reykja-
vík, hótel á Spáni, blokk í Kaupmanna-
höfn, stigagáng í New York og mis-
stóra parta í einum tutmgu íslenskum
fyrirtækjum, það er allt frá sælgætis-
gerð upp í flugfélag" (286). Þessi mað-
ur er skepna að dómi sonarins (287) og
víst er um það að Hans Gunnarsson
virðist að einhverju leyti haga sér þann-
ig að hann verðskuldi slíka nafngift.
Einna átakanlegast birtist þetta í sam-
bandi við það vald sem hann hefur yf-
ir konu sinni og hvernig hann beitir
því. Hún hafði einhvern tíma látið sér
detta í hug að skilja við hann: „Hann
Umsagnir um bcekur
sagðist þá mundu láta flytja mig á
Klepp. Og hann gerði mér ljóst að
Solla yrði dæmd af mér, hann ætti
ágæta vini í réttarkerfinu . . . En mér
þótti variegra að halda mig á mottunni,
svo ég endaði ekki froðufellandi í
spennitreyju inni á Kleppi“ (287).
Móðir Gunnars Hanssonar er ein á-
hugaverðasta persóna sögunnar. Höfundi
tekst að vekja samúð lesanda með henni
í fáum en skýrum dráttum. Samúðin
helgast ekki endilega af því sem við
fáum að vita um hana er hún leysir
ofurlítið frá skjóðunni í símtali við
Gunnar son sinn (29. kafli), heldur ekki
síður af því að höfundi hefur tekist að
stilla saman flest ef ekki allt sem varð-
ar lýsingu þessarar konu, og öllu er
þar í hóf stillt eins og vera ber.
Oðrum áberandi persónum bókar-
innar eru að því mér virðist gerð góð
skil. Sumir hafa jafnvel ætlað Olafi
Hauki það að hann hafi á lítt duiinn
hátt smalað saman ýmsu fóiki úr sam-
tíð vorri og ráðskast með það í bók
sinni. Einhvern tíma hlýddi undirritað-
ur á viðtal, gott ef ekki í sjónvarpinu,
sem minnir töiuvert á eftirfarandi: „Og
Brandur byrjar þegar í stað frásögnina
af því þegar hann gekk á kvikmynda-
háskólann.
— Því það var kvikmyndaTwÆo'/f
Gunni, segir hann, ekkert skítlegt nám-
skeið hjá Molbúum! Einn fremsti kvik-
myndaháskóli í heimi, veism það!
Gunnar segist hafa sannfrétt að skól-
inn hafi verið góður. — Góður! ýlir í
Brandi. Góður er ekki orðið, hann var
frábær! Við hliðina á manni sám strák-
ar sem voru ekkert sérstakt þá, en átm
samt eftir að bylta kvikmyndinni!"
(77). A dögunum mátti sjá einhvers
staðar á prenti að maður nokkur kvart-
aði undan því að Olafur Haukur hefði
359