Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 115
eða sæti Björns Brandssonar, a.m.k. um
tíma til reynslu? Spyr sá sem ekki veit,
en varla hefði vont versnað við það
því mér finnst lýsing Brands þannig að
þar leynist undir niðri hæfileikamaður.
„Góðu“ persónurnar eru til muna
færri en þær „vondu“ ef svo má segja,
kannski ætti hér fremur að tala um
jákvæðar og neikvæðar persónur. Krist-
ín, vélritunarstúlka og samstarfsmaður
Gunnars á sjónvarpinu, er alger and-
stæða þess sem við sjáum í fari flestra
í fjölskyldu Gunnars eða hans sjálfs —
og Solla systir hans fellur ekki í fjöl-
skyldukramið, og í lokin virðist hún
vera að hefja einhvers konar uppreisn
með því m.a. að flytja frá foreldrum
sínum. Gaman hefði verið að fá að sjá
meira til Kristínar í þessari sögu en lík-
lega er lítil fyrirferð hennar í sögunni í
samræmi við það að Gunnar, sem af og
til reynir að ná sambandi við hana, hef-
ur ekki erindi sem erfiði. Það er kannski
ekki nema von því að á þeim eina stað
í sögunni sem þau hefðu getað unnið
saman í sambandi við viðtal Kristínar
við unga verkakonu þá hleypur yfir-
stéttarafsprengið Gunnar Hansson í
baklás.
Frásagnarmáti þessarar sögu virðist
vel til fundinn, enda sjálfsagt erfitt
jafnvel þrjátíu árum eftir útkomu At-
ómstöðvarinnar að skrifa fyrsm persónu
frásögn í skáldsögu af þessu taginu.
Reyndar hafa menn ekki orðið á eitt
sáttir um ágæti frásagnaraðferðarinnar
sem beitt er í Atómstöðinni, en það er
önnur saga. Ólafur Haukur beitir fyrir
sig þriðju persónu frásögn og sögumað-
urinn Ólafur Haukur, ef svo má segja,
fer oft mjög nálægt því sem kallað hef-
ur verið innri monolog eða eintal sál-
arinnar. A þennan máta tekst það sem
vafalaust er ætlast til: Gunnar Hansson
TJmsagnir um bcekur
verður ansi nákominn lesandanum svo
að hann sér margt með augum aðalper-
sónunnar.
Eins og áður er vikið að er Vatn
á myllu kölska opin í endann: Ekki er
hægt að bóka það að Gunnar Hansson
taki upp fyrri lifnaðarhætti. Að mínu
áliti er þetta einn höfuðkosmr sögunn-
ar og væri vissulega mikil áhætta fyrir
höfund að halda áfram með sögu Gunn-
ars Hanssonar enda má Ólafur Haukur
vel við þessa bók una.
Atli Rafn Kristinsson.
ELDHÚSMELLUR
Því er ekki að neita að er út kom s.l.
haust skáldsaga Guðlaugs Arasonar,
Eldhúsmellur1), varð töluverður kvell-
ur. Sagan var verðlaunuð haustið 1978
í skáldsagnasamkeppni þeirri sem Mál
og menning efndi til 1977. Ekki eru þó
tök á því fyrir undirritaðan að fjalla
hér um þessa verðlaunaveitingu sakir
ókunnugleika um aðrar skáldsögur sem
til álita komu í keppninni. Aðeins skal
það látið í Ijós að samkeppni af þessu
taginu hlýmr að hvetja a.m.k. einhverja
rithöfunda til dáða og á þann hátt leiða
gott af sér þó að á hinn bóginn sé það
ljóst að ekki verði til skáld fyrir til-
stilli slíkrar keppni.
Eldhúsmellur er saga um misrétti —
og þá um leið jafnréttissaga að boðskap.
Sögusviðið er á Seyðisfirði en um leið
er ljóst að innifalin er er sumpart lýsing
á öllum öðrum sjávarbæjum á Islandi
skulum við segja, og aðalpersónan, Anna
!) Guðlaugur Arason: Eldhúsmellur, skáld-
saga, Mál og menning, Reykjavík,
1978.
361