Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 129
Umsagnir um bcekur
framleiðslunnar og dreifing hennar grundvallast á meðvituðum ákvörðunum af
hálfu áætlanastofnana ríkisins." Alveg eins og í dæmigerðum auðvaldsríkjum!
Á öðrum stað rekumst við á þessa stórmerku athugasemd: „ „Offramleiðsla" í
formi sóunarframleiðslu (waste-production) ...“
Frumlegasta kenningin í bókinni „Marx og Keynes" er annars sú, að í Sovétríkj-
unum sé verið að framkvæma hugmyndir J. M. Keynes, en ekki Marx. „Þótt ríkis-
kapítalísku eða ríkissósíalísku byltingarnar hafi verið framkvæmdar í nafni Marx,
þá væri þeim betur lýst sem „keynesíönskum byltingum" ... Það er hægt að líta á
ríkiskapítalíska kerfið ... sem rökréttasta og háþróaðasta form keynesíanisma".!
Ef allir þeir keynesíanistar sem hafa stjórnað efnahagsstefnu ríkisvaldsins í auð-
valdsríkjunum undanfarna áratugi bara hugsuðu rökrétt, þá væru þeir fylgjandi
„keynesíönskum byltingum" yfir til ríkiskapítalisma! Carter, Barre, Callaghan,
Samuelson.Galbraith, Geir Hallgrímsson og Jóhannes Nordal! Er nokkur furða þótt
sagnfræðilegar athugasemdir, sem byggja á hagfræðilegri „greiningu" af þessu tagi,
séu harla sérkennilegar?
Alattick og Lenín.
Þegar maður les grein Matticks er erfitt að verjast þeirri hugsun að hann hafi aldrei
lesið rit Leníns. I greininni í TMM segir hann t. d.: „Hann (Lenín) var jafnframt
reiðubúinn að hrifsa völdin án þess að styðjast við meirihluta.“ Þessu til stuðnings
vitnar hann í bréf sem Lenín skrifaði í september 1917, þar sem stendur: „Það
væri barnalegt að bíða eftir formlegum meirihluta bolsévika. Eftir því getur engin
bylting beðið.“ Lenín setur reyndar gæsalappir utan um orðið „formlegum“. Að
öðru leyti er tilvitnunin rétt. Þegar bréfið er lesið í heild kemur aftur á móti í ljós
að sá „formlegi“ meirihluti, sem Lenín er að fjalla um, er meirihluti á s. k. lýð-
ræðisráðstefnu, sem Kerensky boðaði til í september 1917. Þetta sama bréf Leníns
hefst á orðunum: „Nú þegar Bolsévikar hafa náð meirihluta innan Ráðanna í tveim
stærstu borgunum, þá verða þeir að taka ríkisvaldið í sínar hendur. Þeir geta þetta
vegna þess að hinn virki meirihluti byltingaraflanna í þessum stóru borgum er nægi-
lega stór til þess að fólkið mun fylgja honum.... Meirihluti fólksins er okkar
megin.“ (Undirstr. Leníns.)
Það má deiia um það hvort þessi niðurstaða Leníns hafi verið rétt. Það er aftur
á móti ekkert vafamál að þetta var sú viðmiðun sem Lenín hafði þegar hann lagði
til að uppreisnin yrði framkvæmd. Að taka úr bréfi Leníns tilvitnun sem fjallar
um ákveðinn meirihluta í ákveðinni stofnun, en fela þá hluta bréfsins sem and-
mæla fullyrðingu Matticks hlýtur að teljast gróf fölsun.
Það bendir margt til þess að Mattick hafi aldrei lesið þetta bréf Leníns í heild.
í grein sinni eignar hann t. d. Lenín þá skoðun að í Rússlandi hafi einungis verið
hægt að „velja á milli kapítalísks alræðis í dulargervi borgaralegs lýðræðis og
alræðis verkalýðsstéttarinar undir leiðsögn bolsévikaflokksins.“ I áðurnefndu bréfi
andmælir Lenín þessari skoðun, sem Mattick reyndar aðhyllist sjálfur.
Við gætum tíundað hér fleiri dæmi í grein Matticks um beinar falsanir og rang-
færslur á hugmyndum Leníns. Vegna plássleysis verður það ekki gert hér.
375