Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 130

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 130
'Tímarit Máls og menningar Meginatriðin í grein Matticks eru að Lenín hafi verið kreddufastur millistéttar- maður sem stefndi á að koma á flokkseinræði og ríkisforsjá með valdaráni vel skipulagðs flokks, eða samsærishóps. Til að sýna fram á þetta meðhöndlar hann rit Leníns og sögulegar staðreyndir af sömu fagmennsku og stalínískir prófessorar. Sá grunur læðist reyndar að manni að Mattick rangtúlki ekki Lenín alltaf viljandi. Sú staðreynd, að Mattick rangtúlkar oft hugmyndir Leníns þannig að hann fær út niðurstöðu sem hann sjálfur er sammála, bendir til þess. Þegar þess er gætt að Mattick gerir kröfu til þess að á hann sé litið sem lærðan marxista, þá verður fá- fræði harla léttvæg afsökun. Það sama gildir um þýðendur greinarinnar sem lofa Mattick sem einn „þekktari fræðimann í þeirri endurreisn og framþróun marxism- ans sem átt hefur sér stað síðastliðin 10—15 ár“. Það merkilegasta við grein Matticks eru þó ekki rangtúlkanir hans á hugmyndum Leníns. Það merkilegasta er að í eina skiptið sem hann setur fram ákveðna pólitíska afstöðu í grein sinni, þá eru skoðanir hans afskræming á verstu dylgjum hans í garð Leníns. I greininni í TMM ræðst Mattick hörkulega á Trotský fyrir að gagnrýna Mars- uppreisnina í Þýskalandi árið 1921 og telur ummæli Trotskýs sönnun þess að „eftir 1921 starfaði 3ja Alþjóðasambandið einungis með gagnbyltingarsinnuðum hætti“. Gagnrýni Trotskýs fólst í því að benda á að Mars-uppreisnin var uppreisn minnihluta verkalýðsstéttarinnar, sem mætti andstöðu eða hlutleysis meirihlutans. Þegar Mattick loksins kemur fram með pólitískar skoðanir, þá hverfa öll tengsl við ráðskommúnisma og sjálfsskipulagningu (spontanism), sem áður voru notuð gegn ímynduðum skoðunum Leníns. I grein sinni í TMM segir Mattick að verk- efni byltingarsinna í Þýskalandi eftir ósigur Mars-uppreisnarinnar hafi verið „að undirbúa uppreisnina". Skömmu síðar bætir hann við: „Þar eð enn var byltingar- ástand hlutlægt séð(!) skyldi haldið áfram að byggja upp byltingarsannaðar skipu- lagssveitir og sömuleiðis að eyðileggja hefðbundna verkalýðsskipulagningu.“!! „Byltingarsinnaðar skipulagssveitir“, sem „undirbúa uppreisnina". Hvað eru það annað en litlir samsærishópar? Auk þess: Hvað er átt við með orðunum „að eyði- leggja hefðbundna verkalýðsskipulagningu"? Minnir þetta ekki óþægilega mikið á þá litlu hópa hermdarverkamanna sem í dag ráðast á skrifstofur og fundi verka- lýðsfélaga og pólitískra flokka verkalýðsstéttarinnar í Frakklandi, Ítalíu og víðar? Það er sorglegt að þeir sósíalistar hér á landi, sem hafa orðið fyrir áhrifum frá þeim straumum innan vinstri hreyfingarinnar sem eru andvígir leninismanum og líta á Sovétríkin sem kapítalísk, skuli ekki hafa fundið skárri fulltrúa fyrir stefnu sína en Mattick. Slíkir menn eru þó til. Islensk vinstrihreyfing þarf svo sannarlega á því að halda að vandað sé til þeirrar litlu fræðilegu umræðu sem hér á sér stað. Grein Matticks er gott dæmi um hvað ber að forðast í þeim efnum. Asgeir Dantelsson. 316
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.