Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 103
,,Von um virdingu fyrir sjálfum mer“ leitað í staðinn að lausn fyrir þann einstakling i sögunni sem velþóknun höfundar hvílir á. Theódór Friðriksson á sér að sönnu erfiðari fortíð en flestir íslenskir höfundar aðrir. En hann er í allstórum hópi þeirra, sem telja brauðstrit illa nauðsyn en ritstörfin sitt sanna lif, og reyna að finna ráð til að gera síðarnefnda þáttinn gildari i sinu lifi. Og honum tekst raunar um tima að verða hálfgerður at- vinnumaður: um það leyti sem hann byrjar á / verum hefur hann fengið skáldastyrk hækkaðan upp í 1500 krónur og það er allmikið fé árið 1936. (Að visu varð Theódór nokkru siðar fyrir barðinu á gráu tafli Jónasar frá Hriflu við rithöfunda — en einnig í því var hann í góðum félagsskap). Bæði ytri aðstæður og svo hefðir í þjóðmenningu virðast sameinast um að gera slikan mann sem Theódór mjög bundinn ævisögunni. Á þvi sviði mun hann að líkindum vinna sín bestu verk. Þar finnur hann þjálfaða frásagnaraðferð sem hann getur byggt á, þar heldur hann áttum. Þegar höfundurinn fer siðan að smíða sérheim (sem reynist mjögbundinn hanseigin lifsreynslu), þá rekst hann á marga erfiðleika. Hann notar sér skáldsöguna til að gefa pólitiskri en þó einkum siðferðilegri umvöndun sinni lausan tauminn. En hann skortir yfirsýn og sjálfstraust til að fylgja þeim boðskap eftir. Hann villist fljótt af vegi og á það gjarna til að hafna í vanmáttugum spurningum um allsherjartilgang: „Hvernig stóð á þessu mikla afli sem við köllum lif?“ (Mistur, 103). Ósk- hyggjan, notkun bókmennta sem uppbót á það sem ekki varð i lífi hans, verður flestu öðru yfirsterkari — hér skapast viss skyldleiki milli hans og lesenda huggunarrikra afþreyingarsagna um ástir og ævintýr. Auk þess skortir slikan höfund kunnáttu til að flétta söguþráð af hagleik, þann áhuga fyrir öðru fólki sem þarf til að skapa persónur með aðild og rétti. Hann kann heldur ekki að verjast háska hæpinna fyrirmynda úr alþjóðlegum skemmtisagnaiðnaði og hafnar þvi auðveldlega í klisjum, í formúlum fyrir útmálun tilfinningalífsins. Sem fyrr segir: þessi örlög hafa ekki orðið hlutskipti Theódórs Friðrikssonar eins, hann á ættingja i hinum ýmsu sóknum islenskra bókmennta. Og er i þeim efnum margt ósagt. Til dæmis væri gaman að taka upp þá spurningu, hvort einmitt íslenskar hefðir í lestri og skilningi á bókum séu ekki drjúgur þáttur i þessum sigri ævisögunnar yfír öðrum tegundum texta, sem við sjáum i dæmi Theódórs Friðrikssonar og fleiri ágætra manna. íslendingar hafa borið virðingu fyrir þeim textum sem segja satt. Menn voru yfirleitt á þeirri skoðun, að upphaf alls, Islendingasögur, væru einmitt „sannar sögur“. I bókum leituðu menn fregna af nágranna sínum eða forfeðrum eða af því sem gerst hafði í næsta umhverfi — í Islendingasögum, í þjóðsögum, i frásöguþáttum og annálsbrot- TMM 15 225
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.