Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 122

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 122
Tímarit Máls og menningar því að hann skyldi ekki missa sjónar á spurningunum, þó að hann þættist hafa höndlað einhver svör. Skáldverk hans bera vitni um látlausa, næstum því örvæntingarfulla leit að sannleikanum og ég hika ekki við að fullyrða, þó að það komi eflaust mörgum einkennilega fyrir sjónir, að þær spurningar sem hann glímdi við hafi umfram allt verið af siðferðislegum og jafnvel trúarlegum toga spunnar. En eins og allir miklir sannleiksleitendur ætlaðist Brecht til að aðrir fylgdu í fótspor hans og yrðu einnig aðnjótandi þeirrar visku sem hann taldi sig hafa fundið. Þess vegna renna efahyggjan og sannleiksboðunin saman á mjög einkennilegan hátt í Brecht og takast á um völdin í allri sköpun hans. E. t. v. finnur efahyggjan sér bestan farveg í ljóðlist hans, en sannfæringin í kenningum hans og gagnrýni. Og i því sem fer hér á eftir ætla ég mér það eitt að gera tilraun til að svara spurningunni hvort þær kenningar, sem Brecht setti fram um leikhúsið, búi yfir einhverju almennu gildi enn i dag eða hvort aðeins sé raunhæft að líta á þær sem persónulega tilraun hans til að ná betri tökum á eigin listsköpun. Eg er m. ö. o. að spyrja þess, hvort leikhúslistafólk nútímans sé á réttri leið þegar það hefur stefnumið Brechts og aðferðir að leiðarljósi í starfi sínu nú. Kveikjan að tilraunum Brechts til að finna nýtt leikhúsform var óánægja með þá meðferð sem leikrit hans fengu í þýsku leikhúsi samtimans. Leikstíllinn sem ríkti á þýsku leiksviði á þessum tíma var einhvers konar sambland af natúralisma og tilgerðarlegum hátiðleika sem hæfði lítt því rustafengna and- rúmslofti sem einkennir elstu leikrit Brechts. Að áliti hans hafði hið borgaralega leikhús beðið listrænt gjaldþrot, þar sem það skorti allt samband við áhorfend- urna, hefði engu hlutverki að gegna og væri ofan á allt annað hundleiðinlegt. I skrifum sínum um leikhús frá Berlinarárunum á þriðja áratugnum segir Brecht að menn eigi að sjá sýningar á leikritum hans með svipuðu hugarfari og þeir fari á fótboltavöll, þar sem allir þekki leikreglurnar fyrirfram og komi til þess eins að njóta góðs leiks. Hann talar með fyrirlitningu um þá áhorfendur sem fari í leikhúsið til að láta hræra í tilfinningum sínum og hann kveðst aðeins skrifa leikrit fyrir þá sem komi í leikhúsið með gagnrýnu hugarfari og vilji ekki sjá þar annað en algerlega hlutlæga mynd af veröldinni. Leikhúsið átti með öðrum orðum að sýna mönnum heiminn eins og hann væri í raun og veru og láta þeim sjálfum eftir að draga ályktanir og taka afstöðu til atburðanna á sviðinu. Það átti einungis að höfða til áhorfandans sem hugsandi veru, en láta öll tilfinningaáhrif lönd og leið. Þessi skynsemishyggja er að vísu ekki jafnherská í ýmsu sem Brecht skrifaði síðar um leikhús, en hún ber engu að síður kenningar hans uppi að verulegu leyti. 244
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.