Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 123
Brecht og Berliner Ensemble Á þessum árum var margt merkilegt að gerast í leikhúsum Berlínar sem hlaut að hafa áhrif á listamann á borð við Brecht. Sérstök ástæða er til að geta leikstjórans Erwins Piscators sem Brecht starfaði hjá um tíma, en sýningar hans í leikhúsinu við Nollendorfplatz, sem tók til starfa 1927, vöktu mikla athygli og umræðu. Piscator var einn helsti boðberi þjóðfélagslegrar róttækni í leikhúsi þessa tíma og hann hélt því fram að hið hefðbundna form leikhússins, þar sem átök einstaklinga skiptu meginmáli, hæfði ekki þeim efniviði sem framsæknir listamenn nútímans yrðu að taka til umfjöllunar. Stéttaátökin, efnahagsmálin, stjórnmálin og styrjaldirnar voru þau efni sem nú myndu ryðja sér til rúms á sviðinu og þeim varð að finna nýtt listform. I stað einstaklingsins og örlaga hans skyldi nú koma heildin, kollektívið, og félagsleg þróun. Til þess að ná þessu markmiði tefldi Piscator fram allri sviðstækni samtímans og voru sýningar hans hrikalegar að allri ytri gerð; sviðsmyndirnar voru á mörgum hæðum, rafknúnar rennibrautir og færibönd þutu um með leikara og sviðsmuni og kvikmyndir brugðu upp myndum af stórviðburðum samtímans. Það er óneitanlega all- kaldhæðnislegt að til þess að hrinda þessum voldugu sýningum í framkvæmd varð Piscator að leita á náðir þeirra kapítalista sem hann beindi spjótum sínum að á sviðinu. Brecht lærði margt af Piscator, ekki síst um uppbyggingu leikrita sinna, og ákveðin meginatriði í hugmyndum Brechts um epískt leikhús eru komin beint frá Piscator. I ýmsu sem hann skrifaði síðar á útlegðarárunum um kynni sín af leikhúsi Piscators kemur þó fram að honum hefur þótt Piscator leggja alltof mikla áherslu á kennslugildi sýninganna og vanrækja skemmtigildi þeirra. Áhorfendurnir urðu á sýningum Piscators nokkurs konar þingheimur, segir hann, sem meðtók frá sviðinu upplýsingar um ástand heimsmála og átti siðan að taka pólitískar ákvarðanir. Allt laut hinum pólitíska tilgangi og jafnvel list leikarans varð að aukaatriði í tæknibákni sviðsins. Hjá Piscator, skrifar Brecht, voru vélarnar í andstöðu við leikarana, og leikhús sem ýtti list leikarans út í horn var Brecht ekki að skapi. Og enda þótt list einstakra leikara skipti ekki höfuðmáli í þeim leikformum, sem Brecht og samstarfsmenn hans gerðu tilraunir með á árunum í kringum 1930 og voru hugsuð sem hjálpartæki í pólitísku uppeldi verkalýðsstéttarinnar, er hún eitt af grundvallaratriðunum í kenningunni um hið epíska leikhús. Þessi kenning, sem Brecht setti einkum fram í skrifum sínum á útlegðarár- unum frá 1933—48, spannar alla meginþætti leikhússins, allt frá gerð leikritsins til aðferða leikaranna. Kenningin byggist á þeim tilraunum sem hann gerði ásamt samstarfsmönnum sínum á síðustu árum Weimarlýðveldisins, m. a. í leikhúsinu við Schiffbauerdamm. Þetta leikhúsform nefndi hann „epískt“ til 245
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.