Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 15
Portúgölsk nútímaljóðagerð og gjaldeyrissendingarnar styrktu forða Salazars. Þeir sem flýðu styrktu þannig setu þess sem hrakti þá burt. Síðbúinn súrrealismi fór þá að stinga upp höfðinu í Ljóbabókunum og kom síðan fram sem stefna. Skáldkonan Natalía Correia heldur því samt fram að hans hafi ævinlega gætt í portúgalskri ljóðlist, ýmist leynt eða ljóst, líkt og kemur fram í bók hennar O surrealismo na poesia portuguesa. (Súrrealismi í portúgalskri ljóðlist). En höfuðskáld stefnunnar eru Alex- andre O’Neil og Mario Cesariny de Vasconcelos. Ljóð þess síðarnefnda eru bundnari stefnunni en ljóð hins en víkja þó frá kenningum hennar að persónulegum þörfum skáldsins. Sambúð nýraunsæis og súrrealisma auðgar efni og mál ljóða O’Neil í tignarlegu jafnvægi. Meðan landsmenn stunduðu landflótta eða sátu í sinni eymd hurfu ljóðskáldin smátt og smátt frá raunsæi að ljóðrænum anda. Með ýmsum hætti sneru þau aftur að innhverfri stefnu skálda Návistarinnar. Kannski er skýringin sú að skáldin stóðu máttvana andspænis stefnu þjóðfélagsins, með áþekkum hætti og á fyrstu árum valdatímabils Salazars. En að sjálfsögðu er aldrei hægt að segja neitt með algerri vissu. I sérhverri framtíð er fortíðin öll og sama gildir um mann og skáld. Flokkun mín er einvörðungu gerð til að auðvelda lesendum skilning á margbrotnu viðfangsefni sem engin leið er að skilja til fullnustu. Kringum 1950 tekur ljóðlistin nýjan krók á leið sína, þá söfnuðust skáldin um þrjú tímarit, Hringborðið, Eros og Graal (og önnur sem áttu ekki langa lífdaga). Þau sem stóðu að Hringborðinu voru nýklassísk í yrkingum sínum, íhaldsöm í meðferð efnisins og stíl. Skáld hinna tímaritanna voru ekki einlitur hópur, hvert fór að mestu sína leið en mörg leið ástarjátning- anna. Önnur skáld stunduðu formleit og tilraunastarf, eins og Fernando Guedes sem hvarf frá hvorutveggja þegar árin liðu og fylgir eins konar mannúðarstefnu, blandar saman sorg og harmleik í tilveru hvers manns, án þess að tilvistarstefnu Sartres og Heideggers sé fylgt beinlínis eða alls ekki. Oll voru skáldin á einhvern hátt undir áhrifum frá súrrealismanum og stefnu hans: Það er að starfa á því sviði hugsunar okkar sem er óháð valdi tímans eða beinslínis fráhvarf frá honum. A sviðinu ríkir einhver tegund af tímaleysi: tíminn er þar heild, einnig hinn ókomni. I slíku hugarástandi reynir skáldið að má fjarlægðina út og víddina, þannig að efnið verður líkt og breitt á flöt eins og í málverki, og þá kúbismans. Brot úr orðum verða form: og hin innri líffæri formanna eru dregin fram í dagsljósið. Formin og orðin eru ekki heldur algerlega með sjálfum sér, þótt þau haldi fullu viti. I staðinn standa þau í björtu báli innblástursins og hugljómunarinnar. Ljóðið verður að hugarsýn. Af þessu leiðir að efni þeirra er það sem fólk kallar gjarna „óskapnað" (sem er þá viss tegund af skapnaði). En sé horft á þau úr 485
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.