Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 39
Nútímaskáldskapur í lausu máli Castro, strax í fyrstu bók sinni sem komst í raun og veru á prent, Emigrantes (Utflytjendur) árið 1928. Castro var bláfátækur að uppruna, hann hvarf sem unglingur til Brasilíu í leit að framtíðinni. Þar starfaði hann sem hálfgildings þræll eins og þá var málum háttað um verkafólk á plantekrum. Líf útflytjandans var líf sem hann hafði lifað sjálfur og fjallaði um það án sérstakrar listrænnar meðferðar, á náttúrulegan hátt. Eftir þetta rak hver bókin aðra. Að vísu eru samtölin í bókum hans og bygging verkanna dálítið laus í reipunum, undirtónninn á reiki, en hann bætir fyrir það með því að beina ríkri reynslu inn í frásöguna. Verkin eru ekki reist á vitsmunalegu afli: persónurnar eru í óþvinguðu umhverfi sínu en hvorki í vitheimi né goðsagnaheimi eða tákna. Líf þeirra hefur heldur engan boðskap, þar af leiðandi eru þær í eðli sínu stjórnleys- ingjar. Með hliðsjón af þessu valdi ég söguna Casas viejas, um uppreisn stjórnleysingja sem dæmi um verklag höfundar. Hvatirnar vakna óforhugs- að í brjósti fólksins, rakleitt upp úr erfðunum og eru bundnar þrá um betra líf, án kennisetninga. Fyrir þær sakir verður atburðarásin hröð og dálítið snögg upp á lagið, eins og yfir höfuð hjá höfundum sem hafa fengið forsmekk og eiga í eðli sínu eitthvað af eðli stjórnleysingjastefnunnar. Stöku sinnum stöðvar höfundurinn persónurnar með Ijóðrænum lýsingum, sem eru gjarna út í hött. Tæknin sem notuð er nær áhrifum með einföldum brögðum sem heilla lesandann og ná honum tilfinningalega séð á sitt band. En verkin vekja ekki beina íhugun eða sá boðskap og efa í brjóst lesandans. Þannig losna þau við að tilsögn sé gefin í einhverju sem endar á stjórnun. Fólkið í sögum Castros býr í einföldu mannlegu samfélagi sem valdhaf- arnir níðast á. Þótt fólk sé gætt vilja ráða aðstæðurnar atburðunum næstum hverju sinni. Harmleikur þess er því grátlegur en ekki hið heiðríka fall óbifanlegrar sannfæringar sem brotnar fremur en hún beygi sig. Oft fer Castro þó bil beggja eða mjótt er milli þeirra í lausum samruna. Nýraunsæið sem fór að ryðja sér til rúms frá valdatíð Salazar og hefur ríkt fram á síðustu tíma er afleiðing atburða í þjóðfélaginu, þótt kenningar þess hafi verið mótaðar af listamönnunum sjálfum. Það er ekki aðeins þröngvun af hálfu þjóðfélagsins heldur vitsmunaleg hugsun í ákveðnum tilgangi: frásagan, listin er notuð til að nálgast veruleikann umbúðalaust. Portúg- alskir höfundar bjuggu við ritskoðun og hömlur af hálfu stjórnarinnar. En eins og gjarna hendir fara saman óskir fjandmanna og í átökum er jafnan krafist raunsæis af hálfu beggja. Sérhver einræðisstjórn krefst raunsæis á öllum sviðum. Hin innri þröngvun sem rithöfundarnir bjuggu við hindraði það að þeir gætu glatað frelsi sínu af fúsum vilja, með því að gerast handbendi annarra einræðisherra á þriðja áratugnum. Þannig bjargar óvinurinn ævin- lega fjandmanni sínum, á einhverju sviði. 509
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.