Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 39
Nútímaskáldskapur í lausu máli
Castro, strax í fyrstu bók sinni sem komst í raun og veru á prent,
Emigrantes (Utflytjendur) árið 1928.
Castro var bláfátækur að uppruna, hann hvarf sem unglingur til Brasilíu í
leit að framtíðinni. Þar starfaði hann sem hálfgildings þræll eins og þá var
málum háttað um verkafólk á plantekrum. Líf útflytjandans var líf sem hann
hafði lifað sjálfur og fjallaði um það án sérstakrar listrænnar meðferðar, á
náttúrulegan hátt. Eftir þetta rak hver bókin aðra. Að vísu eru samtölin í
bókum hans og bygging verkanna dálítið laus í reipunum, undirtónninn á
reiki, en hann bætir fyrir það með því að beina ríkri reynslu inn í frásöguna.
Verkin eru ekki reist á vitsmunalegu afli: persónurnar eru í óþvinguðu
umhverfi sínu en hvorki í vitheimi né goðsagnaheimi eða tákna. Líf þeirra
hefur heldur engan boðskap, þar af leiðandi eru þær í eðli sínu stjórnleys-
ingjar. Með hliðsjón af þessu valdi ég söguna Casas viejas, um uppreisn
stjórnleysingja sem dæmi um verklag höfundar. Hvatirnar vakna óforhugs-
að í brjósti fólksins, rakleitt upp úr erfðunum og eru bundnar þrá um betra
líf, án kennisetninga. Fyrir þær sakir verður atburðarásin hröð og dálítið
snögg upp á lagið, eins og yfir höfuð hjá höfundum sem hafa fengið
forsmekk og eiga í eðli sínu eitthvað af eðli stjórnleysingjastefnunnar. Stöku
sinnum stöðvar höfundurinn persónurnar með Ijóðrænum lýsingum, sem
eru gjarna út í hött. Tæknin sem notuð er nær áhrifum með einföldum
brögðum sem heilla lesandann og ná honum tilfinningalega séð á sitt band.
En verkin vekja ekki beina íhugun eða sá boðskap og efa í brjóst lesandans.
Þannig losna þau við að tilsögn sé gefin í einhverju sem endar á stjórnun.
Fólkið í sögum Castros býr í einföldu mannlegu samfélagi sem valdhaf-
arnir níðast á. Þótt fólk sé gætt vilja ráða aðstæðurnar atburðunum næstum
hverju sinni. Harmleikur þess er því grátlegur en ekki hið heiðríka fall
óbifanlegrar sannfæringar sem brotnar fremur en hún beygi sig. Oft fer
Castro þó bil beggja eða mjótt er milli þeirra í lausum samruna.
Nýraunsæið sem fór að ryðja sér til rúms frá valdatíð Salazar og hefur ríkt
fram á síðustu tíma er afleiðing atburða í þjóðfélaginu, þótt kenningar þess
hafi verið mótaðar af listamönnunum sjálfum. Það er ekki aðeins þröngvun
af hálfu þjóðfélagsins heldur vitsmunaleg hugsun í ákveðnum tilgangi:
frásagan, listin er notuð til að nálgast veruleikann umbúðalaust. Portúg-
alskir höfundar bjuggu við ritskoðun og hömlur af hálfu stjórnarinnar. En
eins og gjarna hendir fara saman óskir fjandmanna og í átökum er jafnan
krafist raunsæis af hálfu beggja. Sérhver einræðisstjórn krefst raunsæis á
öllum sviðum. Hin innri þröngvun sem rithöfundarnir bjuggu við hindraði
það að þeir gætu glatað frelsi sínu af fúsum vilja, með því að gerast handbendi
annarra einræðisherra á þriðja áratugnum. Þannig bjargar óvinurinn ævin-
lega fjandmanni sínum, á einhverju sviði.
509