Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 44
Tímarit Mdls og menningar
askan) og í Seara do vento (Vindakur). Hjá Manuel er nýraunsæið gætt
mannlegri hlýju og dapurleika í ætt við þann allsherjarsöknuð sem er
hvarvetna og hvergi og getur gripið mann án þess hann viti af hverju hann
stafar, og síðan hverfur hann án þess honum sé fullnægt með einhverju
ákveðnu. Fyrir bragðið verða sögurnar aðlaðandi, þótt lesandinn verði fljótt
mettur, kannski vegna hinna ljóðrænu eiginleika sem drepa efninu ekki á
dreif líkt og í ljóðagerð heldur auka tilfinningasemina í hinu lausa máli. Svo
er enginn fær um að lesa ljóð í langan tíma, fegurðin þreytir og mettar, en
sögunum ber ekki að metta fyrr en þeim er lokið og þá í huga lesandans.
Sögur Manuel óma miklu lengur í huganum en lesturinn endist með augun-
um, þær óma jafnvel eftir að efni þeirra hefur gleymst.
Þekktasti skáldsagnahöfundur í Portúgal, sem nú er á lífi, er Fernando
Namora, fæddur 1919. Hann er læknir og ljóðskáld og smásagnahöfundur,
vaxinn úr nýraunsæinu sem nú er að syngja sitt síðasta. Því eftir að einræðið
leið undir lok í mynd Salazars virðist þjóðin og listamennirnir hafa meiri
þörf fyrir flug en raunsæi. Stefnunnar nýtur best hjá Namora í skáldsögunni
sem gerði hann frægan Fogo na noite escura (Eldur á dimmri nótt) sem
fjallar um líf námsmanna í háskólaborginni Coimbra og hefur eymd Salazar-
stefnunnar að undirtóni. Brátt hófst Namora upp úr hinu hreina raunsæi og
þá í líklega bestu skáldsögu sinni Domingo a tarde (Síðdegis á sunnudegi). I
verkinu eru hin persónulegu vandamál ekki einvörðungu blöð á jurt sem
vex við ákveðnar félagslegar aðstæður heldur sprottin að innan, frá lund-
inni, skapgerðinni, hinum geðrænu erfðum mannsins frá þjóðarsálinni.
Namora tekst að gera manninn að næstum fjölbreyttu safni sem varðveitir
sam- og ósamstæð listaverk á veggjunum, í kjöllurum, hornum og skúma-
skotum. En höfundurinn leyfir sér aðeins að renna grun í það, svo ótrúr er
hann sannfæringu nýraunsæisins, en hann skipuleggur frásöguna eftir sett-
um reglum og hleypir engu að eða á stökk nema því sem hann heldur að
kunni að auka „skilning og samræmi" verksins. Listin er að þessu leyti
órafjarri óhemjuskap lífsins sem lætur engar reglur fylgja athöfn sinni nema
þær sem undirvitundinni stjórna.
Skáldsögur sem fjölluðu um æskuár bárust helst frá hendi skálda sem
stóðu að útgáfu tímaritsins Návist. Eftir það rekumst við hvarvetna á
æskuna í skáldverkum, einkum þó í bókum um æsku og þroskaár pilta.
Einhverra hluta vegna er piltum gefinn meiri gaumur í listum en æsku
telpna, í sögum fullorðinna karlrithöfunda, þótt sægur sé til af stelpum í
unglingabókum og verkum „bráðþroska“ skáldkvenna, en þá sem verslun-
arvara fremur en list. Kannski er ástæðan fyrir þessu sú að karlrithöfundar
finna glöggt fyrir konunni í sér óðar en þeir fara að reskjast, en telpan í eðli
þeirra er annað hvort ekki til, vegna þess að þeir eru ekki „bráðþroska" sem
514