Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 75
Herrann í sögunni eru öll hin heilögu tákn kristninnar, bóndinn sem plægir jörðina, tákn móðurinnar. Hann er að sá. Og samtímis þessu hefur maður plægt akur konunnar með plógjárni sínu, ráðalaus til bjarga þótt hjá honum sé uppskerutíð. Sagan er byggð sem samtvinnun tákna og hliðstæðna. Hún er skrifuð á ljóðmáli, tættum orðum með hálfkaraða merkingu eða innihald, jafnframt er það daglegt mál, efiaust rangt, að dómi málfræðinga, en alþýðumál. Vegna þess arna er næstum engin leið að þýða söguna eða færa hana í réttri mynd yfir á íslensku. Brauðið, safinn, jörðin, vindurinn, vatnið, uppskeran og fæðingin. Hinir frum- stæðu bændur. Helgiathöfnin. Vínið. Máltíðin. Og svo presturinn sem hefur lært eitthvað í ljósmóðurfræðum, hann fer með hendurnar inn í konuna og leysir vandamál lífsins með því að leyfa því að fæðast, svo það geti seinna dáið. Sagan gefur glögga mynd af kaþólskunni í upprunalegri trúnni og áköllun á efni jarðarinnar sem eru líka frumefni guðs. Að sjálfsögðu hvílir yfir sögunni það sem er kallað biblíuandi. Við sjáum engu að síður fyrir okkur þorpið á fjallaauðnunum í norð-austurhluta Portúgal, hinn grýtta jarðveg, hinar grýttu sálir, hina grýttu hugsun sem okkur er svo kær, okkur sem komum líka úr grýttu landi, þótt hraungrjótið sé annars eðlis en slípaðar ísaldar- klappir og steinar. Mest er þó um vert að kynna það sem gæti breytt hugmyndum fólks. Kannski er fólk ekki kaþólskrar trúar en ætti engu að síður að kynnast mannúðarstefnu hennar, skáldskap hennar og list og hugsun. Og sagan er gott dæmi um kaþólska portúgalska hugsun sem hefur verið færð í listrænan búning sem er hvorki í hreinum nýraunsæis- né biblíumyndastíl heldur mannlegur. Ymislegt fer fram hjá andans mönnum á þotuöldinni, eins og skáldskapur Torga. Fólk flykkist til landa Miðjarðarhafsins og ferðalög eru tíðari en þau hafa verið frá tímum rómverja. En það er eins og ferðamaðurinn færi ekkert heim með sér, annað en brúnan lit og leifar af sólarolíu í glösum. Sjaldan hefur menningin verið jafn einangruð og nú þegar einangrunin hefur verið afnumin. Það versta er þó að ferðamenn þykjast allt hafa séð og vita allt. Og engin leið að koma neinum vitsmunum að og hugsun í sólbökuð höfuð. Og svo er mannsandinn líka svo undursamlegur að hann kann að fela sig öldum saman fyrir öðrum en aðeins fáum. Til gamans má geta þess að nafn prestsins, Gusmao, og þess spænska Guzman í næstu sögu er það sama og Guðmann. Takið eftir leyndri skírskotun til upprunans — guðsmannsins. 545
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.