Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 102
Tímarit Máls og menningar sinn sem ljóðskáld og birtu Ijóð í Nýju söngvasafni. Síðan skildust leiðir, Manuel hvarf að mestu að ljóðinu og smásögunum en Namora frá ljóðinu að skáldsögunni. Frægastur varð hann fyrir verk sitt Fogo na noite escura, Eldur á dimmri nótt, sem kom út árið 1943 og var mikið fagnaðarefni. Hún þótti lýsa vel hinum drungalegu tímum og afleiðingum stefnu Salazar og hegðun námsmanna í háskólabænum Coimbra. Skáldsagan hefur staðist tímans tönn og verður eflaust lesin sem sígilt verk um þetta tímabil. Hún er vel skrifuð og vel skipulögð, í þeirri merkingu að söguþráðurinn hefst og hnígur án útúrdúra og er ekki um of strengdur milli tveggja staura: upphafs og endis. Eftir línunni dansar svo lesturinn og nýtur þess að vera stöðugur á söguþræðinum. Þetta dæmi um að bóklestur sé línudans nefni ég vegna þess að fólki sem þekkir ekki portúgalskt hugarfar eða aðstæður finnst oft þreytandi að lesa portúgalskar skáldsögur, aðrar en þær sem eru skrifaðar í dúr nítjándualdar- raunsæis, og þá verk Queiros, eða nýraunsæisins. En óhlutbundnu bækurnar eru miklu portúgalskari en hinar, þótt kannski óaðgengilegar séu fyrir ókunnuga. Fogo na noite escura hefur notið mikilla vinsælda erlendis og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Namora starfaði sem læknir og slík störf gægjast oft inn í efni bóka hans, líkt og í Retalhos da vida de um médico, Brot úr lífi læknis, sem kom út í einum þremur bindum minnir mig. Hvarvetna í verkum hans blasa við þjóðfélagsvandamál. Stíllinn er einfaldur og frásögunni ætlað það eina hlutverk að koma efninu á framfæri eftir sem einföldustum leiðum að hugsun lesandans sem hryggist, mæðist, gleðst eða annað í þessum dúr. En ef höfundur fjallar stöku sinnum um refshátt mannsins, klæki hans og útsjónarsemi eða náttúruna, þá grípur hann til ljóðræna þáttarins í tilfinningalífi sínu. Sá þáttur virðist vera fremur sprottinn af ljóðalestri í æsku en af Ijóðrænum tilfinningum beinlínis, sökum þess hvað hið ljóðræna er beislað. A noite e a madrugada, Nóttin og dagmál kom út 1968. Hún hefst á því að drengur er andspænis eiturslöngu og út frá því spinnur hann ljúfa sögu. Börnum er vel lýst í portúgölskum bókmenntum. Þau búa með eðlilegum hætti innan um persónurnar, taka þátt í lífi þeirra og höfundarnir gera þau ekkert væmin eða ljóðræn, sem höfundum hættir annars til. I skáldsögunni Domingo á tarde, Síðdegis á sunnudegi, árið 1962, nær skáld- skapur hans hápunkti. Hann varðveitir hinn kannski strengda söguþráð en nú dansar lesandinn með fólki sem er með margar hliðar á sálarlífinu og boðskapurinn verður oft undir í viðureign sinni við hið innra líf persónanna. Þær leika samt ekki lausum hala. Þessi bók hefur einnig verið þýdd á ótal tungumál. Síðasta verk Namora er O rio triste, Hrygga fljótið (1982) sem líka naut gífurlegra vinsælda. Því miður hefur ekkert verið þýtt eftir Namora á íslensku og aðeins örfáar portúgalskar bækur hafa verið þýddar á skandinavískar tungur. Það að fylgjast með bókmenntum og mannsandanum er erfitt. A flestum tímum sögunnar eru stórveldin svo árásargjörn að önnur ríki halda að menningin ríki hjá þeim eða eigi að vera í höndum þeirra. Það er alrangt. Ef lesandi eða maður kemst inn í menningarheim smáþjóða er ekkert jafn unaðslegt og það að dvelja þar, að eiga sér þar andlegan samanburð. 572
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.