Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 127
leiða af sér gáleysislegar dylgjur. Abferbir Mig langar að minnast hér á nokkur atriði í sambandi við aðferðafræði í bók- menntarannsóknum, því að ég held að við Hallberg höfum dálítið ólíkar hug- myndir á því sviði, eins og ég geri grein fyrir í inngangi ritgerðarinnar. I aðferð minni koma einkum þrjú sjónarmið við sögu, það eru djúpsálarfræðin, formal- isminn og formgerðarstefnan og loks hugmyndasaga. Hugmyndasöguvið- horfið nálgast sums staðar hugmynda- rýni. Aðferð mín er því ekki rittengsla- fræði í hefðbundum skilningi. Fræði- menn af kynslóð Hallbergs lögðu marg- ir hverjir kapp á að tíunda hvaða bækur skáld höfðu lesið og hvernig þessi lesn- ing birtist svo í verkum þeirra. Hallberg beitir þessari aðferð til dæmis í bók sinni Den store vdvaren og það reyndar með prýðilegum árangri. Samanburðarbók- menntafræði af þessu tagi heldur gildi sínu enn að miklu leyti, en skoðun mín er þó að hún hafi nú runnið blómaskeið sitt á enda. f>að er einmitt þess vegna sem ég hef þreifað fyrir mér með öðrum rannsóknaraðferðum, þótt PH reyni að rýra þá viðleitni. Einmitt á sviði rannsókna á verkum Halldórs Laxness er til dæmi sem sýnir hve skammt rittengslafræðin hrekkur. Freudismi og marxismi eru sennilega þýðingarmesti lykillinn að ritum hans frá fyrri hluta fjórða áratugarins. Hins vegar er mjög erfitt að sanna að hann hafi lesið tiltekin rit eftir þá Marx og Freud eða að hann hafi orðið fyrir beinum áhrifum frá þeim. Nú er að vísu fróðlegt fyrir þann sem skrifar ævisögu skáldsins að vita hvort hann las rit þess- ara fræðimanna, hvenær hann las þau o. s. frv. En frá sjónarmiði menningar- Umsagnir um bœkur sögunnar skiptir hitt höfuðmáli að kenn- ingar þessara manna voru verulegur þáttur í hugmyndum tímans og endur- ómuðu í óteljandi bókmenntaverkum, sem að sínu leyti gátu haft einhvers kon- ar „áhrif“ á skáldið. Svo annað dæmi sé tekið, þá skiptir ekki máli hvort íslenskir höfundar not- uðu orðið „lífsheimspeki" né hvort þeir vitnuðu orðrétt í Wilhelm Dilthey á millistríðsárunum, þegar hægt er að ganga úr skugga um að lífsheimspekin gekk hér Ijósum logum árum saman. Slíkt er aðeins orðhengilsháttur og vís- bending um þá annmarka sem oft eru á rittengslafræðinni. Bókmenntasagnfræð- in getur ekki einskorðað sig við pers- ónulega reynslu einstakra höfunda. Bók- menntaleg ævisöguritun (með t. d. lista yfir bækur í eigu skáldsins) fullnægir ekki ein saman kröfum nútíma bók- menntasagnfræði. I því sambandi vil ég minna á gagnrýni Rolands Barthes á ætt- færslumeinloku rittengslafræðinnar (í „De I’oeuvre au texte“). Peter Hallberg hefur verið duglegri en margir jafnaldrar hans í Svíþjóð að fylgj- ast með nýjungum í aðferðafræði. Þó hefur hann verið afskaplega varfærinn í því efni, eins og kemur t. d. fram í grein hans um túlkunarfræði í Samlaren árið 1978. Af ritdómi hans í síðasta hefti TM&m virðist mér ljóst að hann er, þrátt fyrir allt, býsna fastur í þeim að- ferðum sem hann hefur notað síðan hann gafst upp á plús- og mínusaðferð- inni, sem hann beitti í doktorsritgerð sinni um tölu náttúrutákna í nokkrum sænskum ljóðabókum. Hallberg notaði rittengslafræði og ævisöguaðferð í bókum sínum um Halldór Laxness, og svo virðist sem honum finnist óhæfa að ég skuli ekki gera það líka. Hallberg nefnir eitt og annað sem rittengslarann- 597
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.