Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 129
ur taóismi verður fjarstæða þegar háð er barátta upp á líf og dauða á sviði stjórn- mála, þegar kreppuverkföll geisa og blikur heimsstyrjaldar ógna við sjónar- rönd. Þá jafngildir hann aðeins uppgjöf, að minnsta kosti frá sjónarmiði baráttu- mannsins. I Heimsljósi er Orn Ulfar fulltrúi fyrir einbeittan baráttuvilja og Ólafur Kára- son fyrir hlédrægni. Að þessu leyti eru þeir eins og andstæð skaut. Þeir bregðast við lífssýn sinni með mismunandi hætti; en það athyglisverða er að skilningur þeirra á heiminum, lífssýnin sjálf, er mjög lík hjá þessum tveim mönnum. Þeir unna Manninum, þrá velferð alþýðu. Baráttumaðurinn hefur þá bjargföstu sannfæringu að hann geti komið ein- hverju góðu til leiðar. Hann lítur á bar- áttuna frá háum sjónarhóli og telur að sigur mikils málstaðar hljóti að krefjast fórna einstaklinga, fórna sem eru ill nauðsyn. En hvernig getur baráttumað- urinn öðlast fulla vissu þess að fórnirnar beri árangur? Það getur hann kannski aldrei gert. Taóistinn lætur sig litlu varða hin miklu tíðindi heimsins. Hann lítur sér nær og ræktar blómin í garðinum. En þjáning heimsins er engu að síður þján- ing sem hann axlar persónulega. Efa- hyggja hans bannar honum að kenna öðrum mönnum skil rangs og rétts, hann reynir að stunda hið góða í smáum stíl því hann treystir á að með þeim hætti vinni hann örugga sigra þótt smáir séu. En hvernig getur taóistinn hindrað að Þríhross veraldarinnar beiti honum fyrir vagn sinn? Það getur hann kannski aldrei gert. Samkvæmt lestri mínum á Heimsljósi veitir bókin ekkert einhlítt svar við spurningunni um baráttuskyldu. Hún Umsagnir um bækur kveður ekki upp úr um að leið skáldsins eða taóistans sé betri en leið baráttu- mannsins né heldur hið gagnstæða. Efa- hyggja er áberandi í verkinu. Það er umdeilanlegt hvort grundvallarafstaða þess er sósíalísk, en höfundurinn styður a. m. k. ekki málstað baráttumannsins á kostnað taóistans. Spurningin um baráttuskyldu, þar sem sósíalismi og „taóismi“ heyja þrot- lausa glímu, er kannski einn orkudrýgsti hreyfillinn í skáldsögum Halldórs Lax- ness á fjórða áratugnum. Baráttuskyldan var brennandi spurning fyrir vinstrisinn- aða listamenn. Þeir vildu leggja sitt af mörkum í stjórnmálabaráttunni, en þeir vildu samt ekki hætta að vera listamenn og gerast stjórnmálamenn. Megindrætt- irnir í þróun Halldórs Laxness frá Al- þýðubókinni tii Heimsljóss verða best skildir í ljósi þessa atriðis. I fyrstu hall- ast hann að því að skáld eigi að hætta skáldskap, sem sé víðs fjarri veruleikan- um. I staðinn eigi þau að vinna störf sem miða beint að upplýsingu alþýðunnar. í lok þessa tímabils virðist Halldór aftur á móti hafa fjarlægst þetta sjónarmið og kýs að viðurkenna rétt menningarstarfs- ins, rétt skáldsins til að rækta smáblóm sín. Ég hef rökstutt þessa skoðun með ýmsu móti í ritgerð minni, í kafla þar sem gerður er samanburður á Alþýðu- bókinni og Sölku Völku. Hallberg ber fram þá gagnröksemd að þarna sé um að ræða tvö mismunandi bókmenntaform, en með því hnekkir hann ekki þessari hugmynd, því hún tekur til heils ára- tugar hjá skáldinu og ekki eingöngu samanburðar á þessum tveimur verkum. Þessi skoðunarmáti er að mínu mati langfrjóasta leiðin til að gera vangaveltur um taóisma hjá HKL eftirtektarverðar. Rætur taóisma hans liggja að litlu leyti í þeirri staðreynd að hann las Bókina um 599
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.