Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 15
Bergljót S. Kristjánsdóttir,
Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson
Steingervíngsháttur
Sjaldan er fjallað um lestrarútgáfur íslenskra fornrita í ritdómum. P>ó hefur
slík útgáfa lengi staðið með miklum blóma og margir ágætir fræðimenn komið
þar við sögu, skýrt torráðna staði og safnað saman þeim fróðleik og vísindum
sem kunn voru um söguefnið hverju sinni. I þessu sambandi má nefna skólaút-
gáfur Olafs Halldórssonar á Færeyinga sögu og Óskars Halldórssonar á Egils
sögu og Hrafnkels sögu. Lítið hefur einnig verið fjallað um ritsöfn fornsagna
handa alþýðu. Utgáfa Guðna Jónssonar og Bjarna Vilhjálmssonar hefur aldrei
verið metin að verðleikum og henni talið það til gildis sem henni ber: að vera
stærsta safn sígildra forníslenskra bókmennta sem prentað hefur verið. A út-
gáfu Gríms M. Helgasonar og Vésteins Ólasonar hefur og naumast verið
minnst. Fáeinar skólaútgáfur hafa að vísu verið nefndar í tímaritum kennara og
skólamanna, en þau komast sjaldnast út fyrir kennarastofuna og gagnast því lítt
almenningi.
Tilefni þessa pistils er þrír ritdómar sem nýlega hafa birst um útgáfur okkar á
íslendinga sögum og þáttum I-III (1987) og Sturlunga sögu (1988), sem og tvö
skýringarkver við sérprent úr heildarútgáfunni, ætluð skólafólki (Sígildar sögur
1-2, Skýringar, 1986 og 1987); Einar Gunnar Pétursson (EGP) skrifar um ís-
lendinga sögur og skýringarkverin í Skírni 1988 og Guðrún Nordal (GN) um
Sturlungu í sama tímarit, en Einar Már Jónsson (EMJ) í Tímarit Máls og menn-
ingar (1989); við viljum einkum gera athugasemdir við dóm EMJ. Að útgáfun-
um sem fyrr voru nefndar standa auk okkar þriggja: Bragi Halldórsson, Gísli
Sigurðsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir og Jón Torfason.
Það er ekki síður nauðsynlegt að ræða almenningsútgáfur en stafréttar og
vísindalegar útgáfur fornra bókmennta. En það má ekki rugla þessu tvennu
saman: lestrarútgáfur gegna öðru hlutverki en textafræðilegar útgáfur, þær eiga
annað erindi við lesendur og eru ætlaðar stærri hópi. Stafréttur texti fornra rita
gagnast einkum málvísindamönnum, handritafræðingum og þeim sem velja
texta til prentunar í lestrarútgáfur: almenningsútgáfur eru eins og nafnið gefur
til kynna ætlaðar almennum lesendum en nýtast t.d. einnig fræðimönnum sem
ekki eru á höttunum eftir mismunandi orðalagi handrita. Og sá texti sem
prentaður er í lestrarútgáfum þarf auðvitað að vera traustur. Umræðan um þær
má hins vegar ekki snúast einvörðungu um frágangsatriði eins og röð texta í
141