Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 22
Tímarit Máls og menningar Um stafsetningu Sigfús Daðason segir frá því í greininni Til varnar skáldskapnum að hann hafi fengið bréf þegar fyrsta ljóðabók hans kom út og í því hafi m.a. staðið: „. . . stundum er ég ekki viss um muninn á kvæði og smásögu, hver er munurinn?" Og Sigfúsi finnst að hann hefði átt að svara þessu þannig: „Ef þú hefur ekki gleymt því hvort þú varst að lesa kvæði eða smásögur meðan þú last bókina, þá er hún ekki þess virði að þú brjótir heilann um hvort í henni séu kvæði eða smásögur.“ (Tímarit Máls og menningar (3) 1952, 284) Frásögn Sigfúsar rifjast upp þegar í ljós kemur að EMJ liggur einna þyngst á hjarta eftir að hann hefur lesið hátt á 3ja þúsund síður af fornum bókmenntum í nýrri útgáfu að þær skuli ekki stafsettar á samræmdri stafsetningu fornri, án þess að færa fyrir því nokkur rök hvers vegna ætti að stafsetja þær með þeim hætti. „Sérhver hefur sína lund“, sagði karlinn sem reið torfstakki og væri lítil ástæða til að amast við sérvisku EMJ ef hún héldist ekki í hendur við misskiln- ing hans. Það skal þó skýrt tekið fram að við fjöllum aðeins um fáein atriði í langhundi hans um stafsetningu og málbreytingar; hér er t.d. ekki vikið að nýstárlegum hugmyndum um tvíhljóð, mótsagnakenndu orðalagi um beyging- arkerfi sem virðist stefna í þá veru að breytingar „á einstökum atriðum" þess „séu í sjálfu sér róttækasti munurinn á ritmáli 13. aldar og 20. aldar" (127) né heldur er hér fjallað um athyglisverðar hugleiðingar hans um framburð forn- manna og möguleika okkar á að skilja þá. I útgáfu okkar skýrum við hvers vegna við kusum að prenta Islendinga sög- urnar á nútímastafsetningu. Við nefnum 3 meginatriði: (1) menn vilja lesa sögurnar á þeirri stafsetningu sem þeim er tömust, (2) samræmd stafsetning forn er jafnan miðuð við málstig 13. aldar en frá þeim tíma eru fáir textar varðveittir og ekkert heilt handrit íslendinga sagna, (3) alþýða manna hneigist til að halda að einkenni samræmdrar stafsetningar fornrar sýni fornmálið eins og það var í árdaga. I skrifum okkar tökum við sérstaklega fram að samræmda stafsetningin forna sé „auðlæsileg flestum Islendingum" og sýnum í ofanálag hvað okkur þykja deilur um nútímastafsetningu eða aðra samræmda stafsetningu á fornrit- unum lítils verðar með því að vitna í Konráð Gíslason sem biður Jónas í bréfi að spyrja Grundtvig: „hvort sunnanvindurinn sje í rauninni annað enn norðan- vindur sem hafi snúið rásinni til norðurs". Þetta hefur farið fram hjá EMJ; hann hefur ekki skilið eða viljað skilja. Hann ræðir í löngu máli deilur Islend- inga um samræmda stafsetningu forna og segir að af þeim mætti ráða að „þeir sem vanir væru nútímastafsetningu ættu í mestu erfiðleikum með að stauta sig fram úr texta með einhverri „fornri stafsetningu" sem vondir málfræðingar hefðu fundið upp mönnum til hrellingar.“ (124) Og hann lætur ekki þar við sitja heldur setur fram sálfræðilega skýringartilgátu á því hvers vegna menn prenta fornritin á nútímastafsetningu: menn eru „langt fram á efri ár að gera 148
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.