Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 24
Tímarit Máls og menningar
einum en öðrum, af því að slík samræmíng, hvort hún er heldur vel eða illa
gerð, þjónar bókstaflega eingu markmiði; það er einmitt fyrst og fremst á
hinum mismunandi rithætti þrettándualdar manna sem vísindamenn byggja
rannsóknir sínar á túngunni fyrrum. En almenníngi, sem les skáldverk ekki
af málfræðilegum áhuga, heldur sér til listræns yndisauka, er mótgerð í að
lesa þessar bækur með einhverjum annarlegum rithætti, og það er steingerv-
íngsháttur, og lýsir andlegri bilun, að vilja þraungva honum til þess. („Hinn
andinn" gefur út fornrit. Sjálfsagbir hlutir. Reykjavík 1946, 241-242)
EMJ lítur svo á að þeir sem eru andsnúnir samræmdri stafsetningu fornri á
almenningsútgáfu, vilji ekki „láta það um sig spyrjast að þeir haldi með mál-
fræðingum á móti jöfrum andans . . .“ (125). Þessi fullyrðing er ekki bara hálf-
kæringur heldur lýsir hún mikilli vanþekkingu. Þegar Hæstiréttur kvað upp
dóm í máli nr. 118/1942, þ.e. máli valdstjórnarinnar gegn Einari Ragnari Jóns-
syni, Stefáni Ogmundssyni og Halldóri Kiljan Laxness vegna útgáfu á Hrafn-
kels sögu með nútímastafsetningu, voru kennarar í heimspekideild Háskóla Is-
lands fengnir til að gefa umsögn um meðferð efnis. Þessir menn voru Sigurður
Nordal, Arni Pálsson og Björn Guðfinnsson. I umsögn þeirra félaga stendur
m.a.:
Við teljum ekki rétt að löghelga neina þá „samræmda“ stafsetningu, sem
höfð hefur verið í útgáfum íslenzkra fornrita fram að þessu. Engin þeirra
samræmist til neinnar hlítar framburði þeim, sem tíðkaðist á ritunartíma
sagnanna, né heldur til neinnar hlítar uppruna orðanna. Stafsetningin frá
1929 stendur t.d. í sumum efnum nær upprunanum en stafsetningin á ís-
lenzkum fornritum. (Hér vitnað eftir greininni: Skrælingjalögin frá 1941.
Tímarit Máls og menningar (1) 1943, 24)
Sjónarmiðið sem þarna er fram sett ítrekar Björn í grein sem hann skrifar í
Helgafell. Þar segir hann m.a.:
Stafsetningin frá 1929 stendur yfirleitt miklu nær uppruna orðanna en fram-
burði þeirra. Mér liggur við að segja að hún gæti kallazt „samræmd stafsetn-
ing forn“. Hún stendur að sumu leyti nær upprunanum en stafsetning sú,
sem notuð er á fornritaútgáfunni nýju. (Stafsetning og framburður. Helgafell
(1-3) 1943, 65)
Af þessu má sjá að málfræðingurinn Björn Guðfinnsson hvatti fólk síst til að
amast við nútímastafsetningu á fornritunum, - og ættu jafnvel þeir sem lítil
kynni hafa haft af skrifum málfræðinga á þessari öld að kannast við Björn.
Enda þótt nýjar reglur um stafsetningu hafi gengið í gildi 1974 voru nýmælin
í þeim svo óveruleg að segja má að nútímastafsetning endurspegli málstig 14.
aldar á ýmsan hátt betur en samræmd stafsetning forn. EMJ virðist ekki gera
sér grein fyrir þessu meginatriði. Hann segir reyndar að „enginn grundvallar-
150