Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 25
Adrepur munur“(126) að heita má sé á samræmdri stafsetningu fornri og nútímastafsetn- ingu en í kjölfar þeirrar yfirlýsingar staðhæfir hann að „tvískinnungur“ (128) felist í því að halda í gamlar orðmyndir í fornum texta, en stafsetja hann á nú- tímavísu. Þessa sérkennilegu röksemdafærslu er ekki unnt að rekja til annars en fákunnáttu í málsögu. Aldrei sækja á huga EMJ efasemdir um hvort rétt sé að miða stafsetningu Islendinga sagna við málstig 13. aldar, enda þótt elsta varð- veitta handrit sagnanna sé frá því um og eftir 1300 og aðeins fáein brot eldri. Ef til vill lítur hann svo á að 13. öld sé fæðingaröld Fornmálsins með stórum staf og greini og þá sennilega frá og með árinu 1200; hann telur a.m.k. sjálfsagt að gera í lestrarútgáfu Islendinga sagna greinarmun á stuttu 9 og 0 en þessi hljóð tóku að falla saman um og eftir 1200. Einnig þykir honum sýnt að vilji menn ekki hrófla við gömlum beygingarmyndum eigi þeir m.a. að bægja frá rithætti Islendinga sagna stafnum -u- sem táknar stoðhljóðið er tók að skjóta sér inn í endingar orða um það bil sem margir telja að sagnaritun hafi staðið með mest- um blóma á síðari hluta 13. aldar. Loks heldur EMJ því fram, að orðræður sagnamannanna fornu gætu nútímamenn sennilega fyrr skilið en einfaldar setn- ingar á færeysku, og verður naumast annað af því ráðið en hann sé búinn að gleyma hljóðdvalarbreytingunni og aðdraganda hennar; bollaleggingar fræði- manna um tónkvæði eða hrynjandi í fornu máli virðist hann ekki þekkja. Nema honum sé líkt farið og þeim mönnum sem einu sinni var sagt um: En þegar menn eru orðnir svo vel að sér í íslenzku, að þeir geta helzt ekki lesið íslenzkar fornbókmenntir nema með danskri stafsetningu og íslenzkar nútímabókmenntir nema á ensku, er þá ekki von að spurt sé: hvar eiga þessir menn heima? (Halldór Laxness. Hvar eiga mennirnir heima. Þjódviljinn 13. 9. 1942). Undir lok hinnar löngu ræðu sinnar um stafsetningu kemst EMJ að gagn- merkri niðurstöðu: „. . . engin alþýðleg útgáfa verður verri fyrir það að vera með lögboðinni stafsetningu íslenska lýðveldisins. En hún verður heldur ekki hótinu betri fyrir það (. . .) Það er því alrangt að mínum dómi að gera þetta stafsetningarmál að sáluhjálparatriði . . .“ (128) Við óskum EMJ til hamingju með niðurstöðuna og lýsum þeirri skoðun okkar að hann hafi komist að henni fimm síðum of seint um leið og við viljum vekja athygli hans á því áliti sem fram kemur í tilvitnuðum orðum Halldórs Laxness: Ég álít, að íslendingasögur og aðrar fornar bækur vorar eigi að gefa út á tvennan hátt, í fyrsta lagi stafréttar textaútgáfur eða facsimile-útgáfur handa fræðimönnum og vísinda, og þá ekki síður af ungum en gömlum afskriftum bókanna; í öðru lagi almenningsútgáfur með stafsetningu þeirrar aldar, sem uppi er hverju sinni, eins og gert var á öllum fyrri öldum um þessar bækur; og þannig eigum við á tuttugustu öld að gefa þær út með tuttugustu aldar 151
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.