Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 28
Árm Sigurjónsson Fáein orð um Þórberg Hugtakið stíll merkir í upphafinu penni og er komið úr latínu. En stíll er ann- ars nokkurn veginn það sama og nefnt er i daglegu tali ritháttur eða ritfærni. Einhvern veginn er það svo að þeir sem fjalla um verk Þórbergs Þórðarsonar staldra oft við þetta hugtak. Þórbergur hafði afburða stílgáfu, segja menn, og um það virðast allir sammála. Fræg eru líka þessi orð Þórbergs úr Bréfi til Láru: „Eg er einn af mestu rit- snillingum, sem ritað hafa íslenska tungu (. . .) Eg er jafnvígur á sex konar stíl: kansellístíl, fræðistíl, sögustíl, þjóðsagnastíl, spámannsstíl og skemmtistíl" (Bréf til Láru (útg. 1975), 150). Þessi orð leiða hugann að merkilegum þætti í skrifum Þórbergs. Hann var sérkennilega meðvitaður í flestu sem hann fékkst við. Margt er til vitnis um það, til að mynda allar þær lífsreglur sem hann setti sér, þar sem hann ákvað meðal annars að eyða „öllum tómstundum til þess að lesa og skrifa. Lesa með eftirtekt, rita með snild“ (Ljóri sálar minnar, 27). Og árið 1916 setti hann sér þessar lífsreglur: Kosta ávalt kapps um að leita sannleikans í hverju sem er (. . ). Temja mér skarpa og næma athygli og nákvæma eftirtekt (. . .) Tala ávalt hreina og ómengaða íslensku (. . .) (sama rit, 246) Þórbergi var sýnt um að taka ýtrustu afleiðingum af niðurstöðum hugsunar sinnar. Sögumaðurinn sem stendur á bak við ofvitann og dregur hann sundur í háði og sögumaðurinn sem skyggnist um skáldabekk í Islenskum abli er annað sjálf Þórbergs. Sá haukfráni sögumaður er reyndar sagnfræðingur og sálgrein- andi, ásamt öðru. Og hann fylgist grannt með gerðum söguhetjunnar, sem heitir reyndar ævinlega Þórbergur Þórðarson. Það er þessi meðvitaða samkvæmni, þessi krossferð fyrir málstað skyn- seminnar, sem einkennir Þórberg öðru fremur. Við skulum taka lítið dæmi. Þegar Þórbergur komst að þeirri niðurstöðu að efla þyrfti samneyti þjóðanna með alþjóðlegu tungumáli þótti honum ekki nóg að gert fyrr en hann hafði varið rúmum hálfum áratug í esperantó, sótt mörg esperantóþing erlendis, kennt þessa tungu um árabil og sótt námskeið sjálfur, auk þess sem hann samdi ótal greinar og bréf á esperantó, fjórar kennslubækur og eina umfangsmikla orðabók. I þá daga kepptu önnur mál - ido, volapyk, stofnenska og mörg önn- 154
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.