Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 28
Árm Sigurjónsson
Fáein orð um Þórberg
Hugtakið stíll merkir í upphafinu penni og er komið úr latínu. En stíll er ann-
ars nokkurn veginn það sama og nefnt er i daglegu tali ritháttur eða ritfærni.
Einhvern veginn er það svo að þeir sem fjalla um verk Þórbergs Þórðarsonar
staldra oft við þetta hugtak. Þórbergur hafði afburða stílgáfu, segja menn, og
um það virðast allir sammála.
Fræg eru líka þessi orð Þórbergs úr Bréfi til Láru: „Eg er einn af mestu rit-
snillingum, sem ritað hafa íslenska tungu (. . .) Eg er jafnvígur á sex konar stíl:
kansellístíl, fræðistíl, sögustíl, þjóðsagnastíl, spámannsstíl og skemmtistíl"
(Bréf til Láru (útg. 1975), 150).
Þessi orð leiða hugann að merkilegum þætti í skrifum Þórbergs. Hann var
sérkennilega meðvitaður í flestu sem hann fékkst við. Margt er til vitnis um
það, til að mynda allar þær lífsreglur sem hann setti sér, þar sem hann ákvað
meðal annars að eyða „öllum tómstundum til þess að lesa og skrifa. Lesa með
eftirtekt, rita með snild“ (Ljóri sálar minnar, 27). Og árið 1916 setti hann sér
þessar lífsreglur:
Kosta ávalt kapps um að leita sannleikans í hverju sem er (. . ). Temja mér
skarpa og næma athygli og nákvæma eftirtekt (. . .) Tala ávalt hreina og
ómengaða íslensku (. . .) (sama rit, 246)
Þórbergi var sýnt um að taka ýtrustu afleiðingum af niðurstöðum hugsunar
sinnar. Sögumaðurinn sem stendur á bak við ofvitann og dregur hann sundur í
háði og sögumaðurinn sem skyggnist um skáldabekk í Islenskum abli er annað
sjálf Þórbergs. Sá haukfráni sögumaður er reyndar sagnfræðingur og sálgrein-
andi, ásamt öðru. Og hann fylgist grannt með gerðum söguhetjunnar, sem
heitir reyndar ævinlega Þórbergur Þórðarson.
Það er þessi meðvitaða samkvæmni, þessi krossferð fyrir málstað skyn-
seminnar, sem einkennir Þórberg öðru fremur. Við skulum taka lítið dæmi.
Þegar Þórbergur komst að þeirri niðurstöðu að efla þyrfti samneyti þjóðanna
með alþjóðlegu tungumáli þótti honum ekki nóg að gert fyrr en hann hafði
varið rúmum hálfum áratug í esperantó, sótt mörg esperantóþing erlendis,
kennt þessa tungu um árabil og sótt námskeið sjálfur, auk þess sem hann samdi
ótal greinar og bréf á esperantó, fjórar kennslubækur og eina umfangsmikla
orðabók. I þá daga kepptu önnur mál - ido, volapyk, stofnenska og mörg önn-
154