Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 47
Skáldið eina!
Efri millistéttin reynir að halda úti hestvagni, þó að hún hafi eiginlega
ekki efni á því, til að sleppa við hrópandi, kallandi og syngjandi sölufólkið
á götunum, rónana, betlarana og þjófana.
Það er árla morguns í september 1832. Borgin vaknar. Fólk streymir út
úr húsunum, inn um borgarhliðin, sterkbyggðir vagnar skrölta eftir götun-
um. Skarkalinn skellur á undrandi íslenskum sveitastrák, tuttugu og fjög-
urra ára, nýstignum á land eftir tólf daga siglingu að heiman.4 Allt er hon-
um framandi, öllum skilningarvitunum er ofboðið.
Verst er lyktin og hávaðinn. Högni Einarsson frá Eystri-Skógum skrifar
heim og talar um töfra Kaupmannahafnar en bætir því við að hún sé „þó
ein Paradís, því þar veit eg ei er svo gróf skítalykt eins og mér fannst hér
fyrst.“5 Lyktin venst sem sagt. Hávaðinn líka. Högni skrifar: „Eg sá hvurki
sól né himin en komst naumast áfram fyrir fólki og vögnum, sem ætluðu
hreint að æra mig í eyrunum, og þartil voru einhvörjar gamlar konur sem
hrópuðu ámátlega: „Pærer“, „Æbler“, „Plommer" - kort: eg vissi ekki af
mér hvar eða hvört eg var kominn!"6 - Tómas Sæmundsson skrifar:
„. . . ég hugði mig vera annaðhvort í leiðslu eða draumi, þar /eð/ ég aldrei
hefði getað rúmað í höfði mér slíkan skarkala, org og ósköp, sem hér í einu
umkringdu mig á allar síður“.7
Eldri stúdentarnir, vinir eða skólabræður frá Bessastöðum, taka á móti
þeim nýkomna og reyna að hjálpa honum að fóta sig í þessu framandi um-
hverfi. Inn á Garð kemst enginn fyrr en búið er að taka inntökuprófið, á
meðan þarf að kaupa fæði og húsnæði.8 - Það þarf að borga fyrir hvert
handarviðvik og það er ný reynsla fyrir Islending, reynsla sem foreldrar og
fjárhaldsmenn heima á Islandi skilja ekki. Og þeirra verðmætamat gildir
ekki hér.
Allt kostar sitt og allt gengur kaupum og sölum í þessari yfirþyrmandi
borg. Líka ástin.
Garður, Regensinn, er hins vegar ókeypis fyrir Islendinga sem hafa for-
gang að Garðsvist umfram Dani. Þessi forréttindi eru illa séð af fátækum,
dönskum stúdentum. Islendingarnir búa saman og blanda lítið geði við
hina stúdentana. Þeir eru óvinsælir, tala flestir slæma dönsku, þykja fyrir-
ferðarmiklir og merkilegir með sig af litlu tilefni. Það er talað um „Islend-
mgana“ eins og hóp og þeir verða að hóp, til góðs og ills. Baldvin Einars-
son kvartar um að íslenskir Hafnarstúdentar: „dannast lítið, og koma líkir
því aptr til föðurlandsins sem þeir fóru, að undantekinni þeirri vísindagrein
sem þeir hafa lært.“9
Þetta gildir þó aðeins um hluta stúdentanna, aðrir fylgjast grannt með
því sem er að gerast í kringum þá og ræða það sín á milli.
Islensku stúdentarnir í Höfn eru synir efnaðra bænda eða embættis-
173