Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 47
Skáldið eina! Efri millistéttin reynir að halda úti hestvagni, þó að hún hafi eiginlega ekki efni á því, til að sleppa við hrópandi, kallandi og syngjandi sölufólkið á götunum, rónana, betlarana og þjófana. Það er árla morguns í september 1832. Borgin vaknar. Fólk streymir út úr húsunum, inn um borgarhliðin, sterkbyggðir vagnar skrölta eftir götun- um. Skarkalinn skellur á undrandi íslenskum sveitastrák, tuttugu og fjög- urra ára, nýstignum á land eftir tólf daga siglingu að heiman.4 Allt er hon- um framandi, öllum skilningarvitunum er ofboðið. Verst er lyktin og hávaðinn. Högni Einarsson frá Eystri-Skógum skrifar heim og talar um töfra Kaupmannahafnar en bætir því við að hún sé „þó ein Paradís, því þar veit eg ei er svo gróf skítalykt eins og mér fannst hér fyrst.“5 Lyktin venst sem sagt. Hávaðinn líka. Högni skrifar: „Eg sá hvurki sól né himin en komst naumast áfram fyrir fólki og vögnum, sem ætluðu hreint að æra mig í eyrunum, og þartil voru einhvörjar gamlar konur sem hrópuðu ámátlega: „Pærer“, „Æbler“, „Plommer" - kort: eg vissi ekki af mér hvar eða hvört eg var kominn!"6 - Tómas Sæmundsson skrifar: „. . . ég hugði mig vera annaðhvort í leiðslu eða draumi, þar /eð/ ég aldrei hefði getað rúmað í höfði mér slíkan skarkala, org og ósköp, sem hér í einu umkringdu mig á allar síður“.7 Eldri stúdentarnir, vinir eða skólabræður frá Bessastöðum, taka á móti þeim nýkomna og reyna að hjálpa honum að fóta sig í þessu framandi um- hverfi. Inn á Garð kemst enginn fyrr en búið er að taka inntökuprófið, á meðan þarf að kaupa fæði og húsnæði.8 - Það þarf að borga fyrir hvert handarviðvik og það er ný reynsla fyrir Islending, reynsla sem foreldrar og fjárhaldsmenn heima á Islandi skilja ekki. Og þeirra verðmætamat gildir ekki hér. Allt kostar sitt og allt gengur kaupum og sölum í þessari yfirþyrmandi borg. Líka ástin. Garður, Regensinn, er hins vegar ókeypis fyrir Islendinga sem hafa for- gang að Garðsvist umfram Dani. Þessi forréttindi eru illa séð af fátækum, dönskum stúdentum. Islendingarnir búa saman og blanda lítið geði við hina stúdentana. Þeir eru óvinsælir, tala flestir slæma dönsku, þykja fyrir- ferðarmiklir og merkilegir með sig af litlu tilefni. Það er talað um „Islend- mgana“ eins og hóp og þeir verða að hóp, til góðs og ills. Baldvin Einars- son kvartar um að íslenskir Hafnarstúdentar: „dannast lítið, og koma líkir því aptr til föðurlandsins sem þeir fóru, að undantekinni þeirri vísindagrein sem þeir hafa lært.“9 Þetta gildir þó aðeins um hluta stúdentanna, aðrir fylgjast grannt með því sem er að gerast í kringum þá og ræða það sín á milli. Islensku stúdentarnir í Höfn eru synir efnaðra bænda eða embættis- 173
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.