Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 49
Skdldið eina! textana sem lesnir verða hér á eftir? Eru ekki allar upplýsingar sem við þörfnumst í þeim? Ég efast um það. Ég veit að við getum hvorki þekkt né skilið hugsunar- hátt fólks á miðri nítjándu öld. Það er engin yfirskilvitleg „merking" til eða „sannleikur" sem við getum sótt gegnum tímana, utan sú „merking“ sem við endursköpum hér og nú og er lituð af okkar tímum, okkar hugsun. Um leið verðum við að reyna að endurskapa umhverfi textans. Jónas Hallgrímsson var nítjándu aldar maður. Tökum við ekki tillit til þess, sviftum við texta hans ekki aðeins sögulegum forsendum sínum, held- ur líka persónueinkennum og gerum hann að andlitslausum texta gærdags- ins. Við höfum aðeins brot að styðjast við, aðeins hálfar setningar og spurn- ingar sem enginn svarar. Samt verðum við að spyrja um sögu og forsendur textanna; hvað höfðu þeir nýtt að segja samtíð sinni? Hvað segir það okkar tímum? Fagurfræðin Einu sinni hélt ég að rómantíkin hefði verið uppátæki ungra manna sem sveimuðu yrkjandi um hallarrústir í tunglsljósi, stynjandi af þunglyndi og þrá, íklæddir þröngum buxum og víðum skyrtum með óstýrilátan hárlokk fram á tígulegt ennið. Þannig eru söguhetjur Chateaubriand, sem var há- rómantískt franskt skáld og noti maður verk hans sem viðmið flokkast fátt annað í evrópskum bókmenntum undir hugtakið „rómantík“. Vandinn við hið bókmenntasögulega hugtak „rómantík" er nefnilega að því er ætlað að lýsa uppreisnarbókmenntum, bókmenntum nýrrar hugsun- ar, bókmenntum á milli þjóðfélagslegra forma og bókmenntahefða. Upp- reisn rómantíkurinnar er ólík frá landi til lands, hópi til hóps, einstaklingi til einstaklings. Tilraunir manna til að flokka og afmarka bókmenntastefn- una hafa yfirleitt endað annaðhvort með því að menn drukkna í fjölbreytn- tnni eða koma sér saman um svo almenn einkenni að þau segja ekki neitt. „Sá sem alhæfir er fífl“, (To Generalize is to be an Idiot), segir William Blake og sennilega eru allar alhæfingar um rómantíkina rangar. Samt alhæfa menn um hana, líka þeir sem vara við því. Menn standast ekki freistinguna að bera saman texta, tengja þá hvern við annan, búa til frásögn sem hefur merkingu. Sænski bókmenntafræðingurinn Horace Engdahl segir að róm- antíska tímabilinu sé ekki hægt að lýsa, samt telur hann einkenni róman- dska textans vera nýtt viðhorf til „veruleikans“, innhverfingu skáldskapar- ms, nýtt ljóðmál, nýja vantrú á föstum viðmiðum, nýja íroníu sem ristir dýpra en nokkru sinni fyrr og klýfur textann. Allt þetta einkennir skáld- skap Jónasar Hallgrímssonar. 175
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.