Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 50
Tímarit Máls og menningar Fjölnismenn kalla sjálfa sig ekki „rómantíska“. Þeir eru hins vegar sann- færðir um að þeir séu framsæknir talsmenn nútímans á Islandi. I stefnuskrá Fjölnis 1835, segist ritstjórnin vilja auka framgang hins nytsama, hins fagra og sanna, auk þess að efla veg þess sem gott er og siðsamlegt. Tómas Sæ- mundsson skrifaði þennan inngang og taldi „nytsemina“ fyrsta þeirra dyggða sem Fjölnir hefði í heiðri. Jónas og Konráð höfðu ekki nefnt neitt slíkt í boðsbréfinu árið áður. Þeirra framlag í fyrsta heftið var kynning á rómantísku tískuskáldunum Tieck og Heine - en um „nytsemi" þeirra skálda má deila. Það kemur glöggt fram í 3. árgangi Fjölnis, hve mikið bar hugmyndalega á milli Tómasar og þremenninganna: Jónasar, Konráðs og Brynjólfs12. Ritdómur Jónasar „Um rímur af Tristrani og Indíönu" eftir Sigurð Breiðfjörð13 er í raun ótrúlega óbilgjarn og hrokafullur. Fjölnir var menn- ingarpólitískt tímarit frá upphafi og var ætlað að vinna nýjum hugmyndum brautargengi meðal íslensks almennings. Aróðursgildi tímaritsins hvíldi að sjálfsögðu á því að það væri lesið, að alþýðunni væri ekki „gefið (of mikið) á kjaftinn“ í hverju hefti. Rímurnar voru ekki aðeins vinsælasta bók- menntagrein íslendinga og hluti af sjálfsmynd og sjálfsskilningi þjóðarinnar heldur var Sigurður Breiðfjörð vinsælasta og besta rímnaskáld þessa tíma. Gagnrýni Jónasar Hallgrímssonar á rímur Sigurðar Breiðfjörð beinist að þremur meginatriðum sem varða bókmenntir og fagurfræði. í fyrsta lagi gagnrýnir hann innbyggðan skilning bókmenntagreinarinnar á sambandi bókmennta og veritleika. Þess var vænst að rímnaskáldin fylgdu söguþræði eða „veruleika" sögunnar sem ort var út af allnákvæm- lega, rímnaskáldin áttu að endursegja söguna „eins og hún var.“ Þessari kröfu um veruleikablekkingu eða veruleikaeftirlíkingu (mimesis) hafnar Jónas og segir: Það er ekkjert vit í því, að rímna-skáldin eigi að vera bundin við söguna. Þau eiga miklu fremur, þegar þörf gjörist, að breita henni á marga vegu, búa til viðburði sjálfir, og skapa hið innra líf þeirra manna, er sagan nefnir, til að koma sem beztri skjipun á efnið, og gjeta síðan leitt það í ljós í fagurlegri og algjörðri mind; ella verða rímurnar tómar r í m u r, enn aldrei neitt listaverk. (22) Raunsæiskrafan er með öðrum orðum aðeins krafa um tóm, sjálfvirk form („tómar rímur“). Eini „sannleikurinn“ sem Jónas viðurkennir í ritdómnum er innsýn skáldsins í þversagnakennt sálarlíf persónanna. Hið „sanna“ fell- ur þannig saman við hið „fagra“, líka hið „góða“ og hið „siðprúða“ vegna þess að Tristransríma Sigurðar er talin bæði ljót og ósiðsamleg. „Fegurð er sannleikur, sannleikurinn er fegurð,“ í ritdómi Jónasar. 176
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.