Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 50
Tímarit Máls og menningar
Fjölnismenn kalla sjálfa sig ekki „rómantíska“. Þeir eru hins vegar sann-
færðir um að þeir séu framsæknir talsmenn nútímans á Islandi. I stefnuskrá
Fjölnis 1835, segist ritstjórnin vilja auka framgang hins nytsama, hins fagra
og sanna, auk þess að efla veg þess sem gott er og siðsamlegt. Tómas Sæ-
mundsson skrifaði þennan inngang og taldi „nytsemina“ fyrsta þeirra
dyggða sem Fjölnir hefði í heiðri. Jónas og Konráð höfðu ekki nefnt neitt
slíkt í boðsbréfinu árið áður. Þeirra framlag í fyrsta heftið var kynning á
rómantísku tískuskáldunum Tieck og Heine - en um „nytsemi" þeirra
skálda má deila. Það kemur glöggt fram í 3. árgangi Fjölnis, hve mikið bar
hugmyndalega á milli Tómasar og þremenninganna: Jónasar, Konráðs og
Brynjólfs12.
Ritdómur Jónasar „Um rímur af Tristrani og Indíönu" eftir Sigurð
Breiðfjörð13 er í raun ótrúlega óbilgjarn og hrokafullur. Fjölnir var menn-
ingarpólitískt tímarit frá upphafi og var ætlað að vinna nýjum hugmyndum
brautargengi meðal íslensks almennings. Aróðursgildi tímaritsins hvíldi að
sjálfsögðu á því að það væri lesið, að alþýðunni væri ekki „gefið (of mikið)
á kjaftinn“ í hverju hefti. Rímurnar voru ekki aðeins vinsælasta bók-
menntagrein íslendinga og hluti af sjálfsmynd og sjálfsskilningi þjóðarinnar
heldur var Sigurður Breiðfjörð vinsælasta og besta rímnaskáld þessa tíma.
Gagnrýni Jónasar Hallgrímssonar á rímur Sigurðar Breiðfjörð beinist að
þremur meginatriðum sem varða bókmenntir og fagurfræði.
í fyrsta lagi gagnrýnir hann innbyggðan skilning bókmenntagreinarinnar
á sambandi bókmennta og veritleika. Þess var vænst að rímnaskáldin
fylgdu söguþræði eða „veruleika" sögunnar sem ort var út af allnákvæm-
lega, rímnaskáldin áttu að endursegja söguna „eins og hún var.“ Þessari
kröfu um veruleikablekkingu eða veruleikaeftirlíkingu (mimesis) hafnar
Jónas og segir:
Það er ekkjert vit í því, að rímna-skáldin eigi að vera bundin við söguna. Þau
eiga miklu fremur, þegar þörf gjörist, að breita henni á marga vegu, búa til
viðburði sjálfir, og skapa hið innra líf þeirra manna, er sagan nefnir, til að
koma sem beztri skjipun á efnið, og gjeta síðan leitt það í ljós í fagurlegri og
algjörðri mind; ella verða rímurnar tómar r í m u r, enn aldrei neitt listaverk.
(22)
Raunsæiskrafan er með öðrum orðum aðeins krafa um tóm, sjálfvirk form
(„tómar rímur“). Eini „sannleikurinn“ sem Jónas viðurkennir í ritdómnum
er innsýn skáldsins í þversagnakennt sálarlíf persónanna. Hið „sanna“ fell-
ur þannig saman við hið „fagra“, líka hið „góða“ og hið „siðprúða“ vegna
þess að Tristransríma Sigurðar er talin bæði ljót og ósiðsamleg. „Fegurð er
sannleikur, sannleikurinn er fegurð,“ í ritdómi Jónasar.
176