Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 56
Tímarit Máls og menningar
þeirra og horft er til suðurs. Nýr sjónarhringur opnast og hafinu er lýst.
Það er persónugert og fær hið kvenlega heiti „Rán“ (ekki ,,Ægir“). Henni
er lýst sem voldugri og árásargjarnri í stríði sínu gegn landinu, viðureign
sem er „heimsins langa stríð“. Aftur kemur inn heimsendahljómurinn frá
Heklulýsingunni. Þessum hluta ljóðsins lýkur með því að skip liggur
bundið við ströndina.
Og hér, loksins í 15. og 16. vísu fáum við frásagnarhluta eða „narratio". I
tveimur vísum er sagt frá því hvað skipið sé að gera þarna, þ.e. útlegðar-
dómi bræðranna. Skáldið gerir ráð fyrir því að allir þekki Njáls sögu. Það
sem máli skiptir er túlkun hans á henni, nýlestur hans.
Þar eiga tignir tveir að flytjast á
bræður af fögrum fósturjarðar ströndum
og langa stund ei litið aftur fá,
fjarlægum ala aldur sinn í löndum,
útlagar verða, vinar augum fjær;
svo hafa forlög fært þeim dóm að höndum.
I þessum örstutta frásagnarhluta er það undirstrikað að dómur bræðranna
felst í að þeir munu ekki sjá fósturland sitt langa stund og ekki verba séðir
af vinum sínum (vinar augum fjær). Að sjá ekki og sjást ekki er að vera
ekki-persóna, sálgreiningin segir að þetta sé geldingartáknmál, missir þess
valds sem felst í augnaráðinu sem tæki til að skapa fjarlægð, brúa bil, velja
eða hafna. Að sjá ekki og vera ekki séður er að vera hvorki persóna né við-
fang. Utlegðardómurinn felur þannig í sér félagslega útskúfun sem kallast á
við annan „dóm“ sem er tilvistarlegur. Val bræðranna getur þannig ekki
orðið „rétt“, hvort sem þeir velja að fara eða vera. Að valið vísar til margra
sviða samtímis er táknað með augnaráðunum í ljóðinu.
Jónas velur þetta eina atriði úr hinni löngu bók, Njálu, og byggir ljóðið
kringum tragískt val Gunnars - og Kolskeggs. An efa hefur Njálutúlkun
Jónasar haft áhrif á það hvað við, sem á eftir komum, teljum dramatískan
hápunkt Njálu.
Eftir þessa löngu og stórbrotnu sviðsetningu byrjar loks eitthvað að ger-
ast en ljóðinu er enn haldið í nútíð, frásagnarhlutinn eða útskýringin var
aðeins innskot í innganginn sem enn er ekki búinn. Bræðurnir ríða til skips
og það er athyglisvert að ljóðið þrengir myndina á spjót Gunnars sem
glampar í sólinni:
Nú er á brautu borin vigur skær
frá Hlíðarenda hám, því Gunnar ríður
atgeirnum beitta búinn. Honum nær
182