Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 66
Tímarit Máls og menningar
mótanna, þótt hann gerði upp við sjálfhverfan hugarheim þeirra í lok bókar
sinnar. Ekki fæ ég séð að Astráður vegi að þessari túlkun minni svo nokkru
nemi, hvað sem ýmsum áhugaverðum ábendingum líður. Gagnrýni Ast-
ráðs beinist fremur gegn forsendum mínum og hugtökum, svo sem notkun
minni á orðunum menningarbylting, módernismi og þó einkum og sér í
lagi aldamótamódernismi („illa undirbyggt og iðulega vandræðalegt í með-
förum höfundar“, ÁE bls. 279). Mér fannst því rétt að láta grein hans verða
mér tilefni til að ræða þessi hugtök svolítið nánar og hugleiða um leið hlut-
verk bókmenntasögunnar yfirleitt.
Bylting menningar
Víkjum fyrst að hugtakinu menningarbylting. Ástráður finnur að notkun
minni á því orði og telur að vilji menn „endilega" nota það orð, sé nær að
staðsetja byltinguna um miðja öld, og nefnir sérstaklega komu hersins og
stríðsgróðann (ÁE bls. 314). Orðið menning tekur sem kunnugt er til fleiri
þátta en fagurbókmennta og sinfóníutónleika í útvarpinu; það varðar líka
lífshætti okkar og kjör, daglegt líf, verk-menningu og menntun. Enginn
vafi leikur á því að allt þetta breyttist mjög með seinna stríði, og hefur
raunar verið að breytast ört alla öldina. En rök mín fyrir því að kalla fyrsta
fjórðung 20. aldar tíma menningarbyltingar eru að þá hefst af krafti hreyf-
ing sem enn varir, þá er rofin á skömmum tíma aldagömul kyrrstaða hér á
landi. Sú bylting skekur sjálfan grunn samfélagsgerðarinnar og hefur í för
með sér gerbreytingu alls menningarlífs. Á 19. öld erum við langt á eftir
vesturevrópskum ríkjum hvað þéttbýlismyndun og iðnað varðar, en íbúa-
fjöldi Reykjavíkur hartnær fimmfaldast á fyrsta fjórðungi 20. aldar. Á
miðjum þriðja áratugnum býr tæpur helmingur Islendinga í bæjum með
fleiri en 300 íbúa, 1890 var þetta ekki nema einn tíundi þjóðarinnar. Sjálf
þéttbýlismyndunin er mesta „menningarbylting“ nýaldar (boðskiptabylt-
ing síðustu áratuga er rétt að fara að ógna henni), og hún varð þetta seint
hér á landi. Eins var með atvinnulífið: Heimir Þorleifsson sagnfræðingur
hefur með nokkrum rétti fullyrt að togaraútgerðin hafi gegnt hlutverki iðn-
byltingar hér á landi, og hún hefst ekki af krafti fyrr en 1907, og skilar af
sér 40% af fiskafla landsmanna árið 1922 (sbr. LL bls. 26-32). Árið 1933
fengu landsmenn 85% útflutningstekna sinna fyrir sjávarafurðir, en þá
höfðu Islendingar verið landbúnaðarþjóð í þúsund ár.2
Sé litið á landið allt ráða hagsmunir smáframleiðenda, bænda og fiski-
manna enn mestu í hagkerfi okkar á þriðja áratugnum, en hreyfi- og um-
breytingarafl efnahagslífsins er auðmagnið í Reykjavík. Um leið taka
stéttastjórnmál við af sjálfstæðisbaráttunni, eftir að fullveldi fæst. Með um-
skiptunum - þéttbýlismyndun, auðmagnsupphleðslu, stéttastjórnmálum -
192