Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 77
Orðin og efinn „Verkið verður að annasömum vegamótum hinna ýmsu og ólíku orðræðna sem sjálfsvera textans tengir sig við“ (bls. 302), þegar ekki er verið að segja annað en að bréfritari leyfi sér að vaða úr einu í annað, og sé ekki alltaf sjálfum sér samkvæmur? Vissulega eru sum viðfangsefni flókin og fjarri því einfalt að koma orðum að öllum hugsunum. Og allur góður skáldskapur geymir gátu sem seint verður ráðin. En hátimbrað orðalag er ekki alltaf besti felustaðurinn fyrir einfalda hugsun. Mér finnst stundum einsog orðfæri af þessu tagi sé notað til að komast hjá því að segja hlutina afdráttarlaust, og er þá stutt í höfuðsyndina, skoð- analeysið (sbr. Sjömeistarasöguna). Astráður segir til dæmis á einum stað: Eins finnst mér Halldór iðulega festast í glæfralegum og óþörfum hugmynd- um um „áhrif“ þessara höfunda (sem HKL hafði lesið, innskot mitt), verka og hugmynda á Laxness, sbr. athuganir eins og þessa: „I Rauöa kverinu eru áhrif Weiningers og Strindbergs skýr, en í Heiman eg fór hefur Papini tekið við“ (168). „Áhrif“ er gífurlega varhugavert hugtak og „tæki“ í skáldskapar- rannsóknum og það má iðulega forðast það að skaðlausu þegar fjallað er um textatengsl og hugmyndaskyldleika. (AE bls. 312) Af hverju í ósköpunum? Fyndist Ástráði það ekki eins glæfralegt ef ég tal- aði um textatengsl Infemo og Rauða kversins? Vissulega þarf að sýna fram á í hverju áhrif séu fólgin, einsog ég reyni að gera, en fullyrðingar um þau eru ekki glæfralegar eða hættulegar í sjálfum sér. Hins vegar geta þær verið réttar eða rangar. Mætti ég þá biðja Ástráð náðarsamlegast að sýna fram á að þessi fullyrðing mín sé röng? Þegar fyrir liggur vitnisburður höfundar- ins, bæði í einkabréfum frá þessum tíma og síðar, að hann hafi á ritunar- tíma Rauða kversins verið búinn að lesa yfir sig af Strindberg og einnig byrjaður að lesa Weininger. Og Peter Hallberg hefur sýnt fram á hvernig hugmyndir þessara höfunda setja mark sitt á heilu og hálfu síðurnar í Rauða kverinu (ásamt hugmyndum Tolstojs). Auk þess sem sögumaður Rauða kversins getur þess beinlínis að hann sé að lesa Strindberg í Stokk- hólmi og hafi þar fundið þjáningabróður. I grein sem Halldór Laxness skrifaði á dönsku árið 1948 ræðir hann áhrif Strindbergs á sig á þessum ár- um — reyndar ótrúlega glæfralega -, og segir að heilu kaflarnir í Vefaranum mikla hafi verið „en ren strindbergiade".12 Áhrif er að vísu varhugavert hugtak, en í þessu tilviki held ég að óþarft sé að láta óttann buga sig. Hins vegar er ágætt fyrir bókmenntafræðinga að hafa orð einsog „textatengsl“ að grípa til, þegar þeir eru ekki vissir um hvort viðkomandi höfundur hefur lesið þau verk sem hann er textatengdur. Vissulega er aldrei hættulaust að ræða um félagslegt samhengi, áhrif og gildismat í bókmenntasögu. En mikið finnst mér bókmenntasagan verða 203
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.